Frjáls verslun - 01.04.2003, Side 73
Heimsborgin London hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá íslendingum sem flestir tala málið og þekkja orðið verslanirnar eins
og lófann á sér. Mynd: Páll Stefánsson
mskógurinn
„í næstu viku“, sagði púkinn á vinstri öxlinni.
„Láttu ekki svona,“ sagði þá sá skynsami sem sat á hinni
öxlinni. „M veist að það er enginn tími til ferðalaga fyrr en í
lok maí!“
„Það má nú reyna,“ greip hinn fram í. „Hvað ef t.d. er til ferð
á 5.000 kall í næstu viku? Er það ekki þess virði að fara þá?“
Jæja, jæja, prófum," andvarpaði sá skynsami og sló inn:
Kaupmannahöfn, 2. maí til 5. maí og ýtti svo á leita.
Það suðaði í heilasellum tölvunnar sem skiptist á upplýs-
ingum við risatölvu Flugleiða og upplýsingarnar birtust á
skjánum: Krónur 24.110 með flugvallarsköttum. Og svo
smáklausa: Heildarkostnaður. En við bætist forfallagjald,
1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn. En þó val um það
hvort þau væru tekin eða ekki.
Þetta er nú ekki svo slæmt, læddist í huga ferðalangsins
sem fann heitan andvara danskrar golu læðast sér um kinn.
Kannski maður ætti? Skyldi kosta það sama að fara til
London?
Merhilegur munur Reyndar komu tvenn fargjöld upp til
London og ekki gott að sjá í fljótu bragði í hverju munurinn lá
nema ef vera skyldi í því að flugvélin fór á örlítið mismunandi
tímum út og heim. Dýrara fargjaldið var 23.920 með sömu við-
bót og fyrr á London. Það skipti hins vegar engu máli þvi að
auðvitað myndi ferðalangur með létta buddu velja lægra
gjaldið... sem var var 19.520
Þetta var gott og blessað en eftir var að skoða ferðir á tíma
sem líklegra var að hægt væri að fara, í lok maí.
Fyrst var það Kaupmannahöfn og dagsetningarnar 24.5. og
heim aftur 30.5. Upp kom 19.610 krónur sem var heldur betra
en áður, enda lengri fyrirvari og verið aðfararnótt sunnudags
eins og áður sem er forsenda lægstu gjalda hjá Flugleiðum.
En þegar prófað var að slá inn dagsetningunum 27.5. - 30.5.
breyttist hljóðið heldur betur og það kom vinsamleg ábending
á skjáinn:
„Lægsta fargjald er ekki til miðað við þær dagsetningar
sem þú valdir. Prófaðu aðrar dagsetningar - smelltu á „Byrja
73