Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 82
RÍKUSTU ENGLENDINGflRNIR Studies, því þar munu hann og dæturnar leggja til 20 milljónir punda næstu 10 árin. Moussaieff-fjölskyldan í 612. sæti Annar Norðurlandabúi á listanum er norski skipakóngur- inn John Frederiksen í 66. sæti, nýr á listanum, metinn á 475 milljónir punda. Fyrir tveimur árum vann hann sér það til frægðar hér að kaupa dýrasta hús í London, á 40 milljónir punda. Hann á stærsta olíuskipaflota í heimi, átti erfitt ár í fyrra en nú blasir kannski eitthvað betra við. Samdráttur í margvíslegum útgáfum blasir einnig við á list- anum. I fyrsta skipti í tíu ár hefur samanlögð auð- legð allra á auðkýfingalistanum skroppið saman. Sér kannski ekki högg á vatni, því þetta er um 2%. Ovissa og samdráttur hefur líka sett strik í reikn- inginn í skartgripasölu Moussaieff-fjiilskyld- unnar. Fjölskyldan er í 612. sæti, metin á 59 millj- ónir punda, eða um 7 milljarða króna. Paul McCartney Tónfistarmenn hafa sitt að segja. í 29. sæti, efstur tónlistarmanna, er fornbítílfinn Sir Paul McCartney, metinn á 760 milljónir, næstum tvöfalt á við söngleikjakónginn Andrew Lloyd-Webber, sem metínn er á 400 milljónir. Efsta tónfistarkonan er Madonna í 4. sæti tónlistarfistans ásamt manni sínum Guy Ritohie, metin á 227 milljónir. Mick Jagger er „sir“ eins og Paul, aðeins metinn á 175 milljónir, Sir Elton á 170 milljónir og annar rollingur, Keith Richards, er metínn á 150 milljónir. Rolfingarnar hafa snjallan flárfesti, en alveg fyrir- hafnarlaust nilla 40 milljónir punda af stefgjöldum tíl Rolfing- anna árlega. Gjafir tíl góðgerðamála eru einnig kannaðar og það eru ekki þeir ríkustu, sem eru gjafmildastir. Sainsbury lávarður, af samnefndri kjörbúðaöölskyldu, gaf reyndar 23 milljónir punda á árinu, en kemst þó aðeins í 16. sæti á fistanum yfir þá örlátustu því þetta er aðeins 1,58% af eignum hans, sem eru metnar á 1,5 milljarða punda. Lávarðurinn gaf í fyrra 2 milljónir til Verka- mannaflokksins og annað eins nýlega. Það þykir ýmsum ósmart, því að hann er vísindamálaráðherra og gæti flokksfor- ystan rekið ráðherra sem er örlátastur afira? Ekki síst af því að tjármál flokksins eru ijúkandi lúst. Þeir sem eru í 2. og 3. sæti á fistanum yfir styrktarmenn stjórnmálaflokkanna gáfú „aðeins" 500 og 150 þúsund pund, líka til Verkamannaflokksins, svo að gjafmildi kjörbúðalávarðarins er einstök. Elísabet drottning En víkjum að Elísabetu drottningu. Hún hefur eignir krúnunnar á sinni könnu, en persónulegar eignir hennar gera hana að 133. ríkasta manni Bretaveldis. Hún á auð- vitað ekki Buckinghamhöll prívat og persónulega, en þó tvær halfir, að Sandringham og Baknoral, sem hún heldur firna mikið upp á. Svo mikið að hún hefur ekki getað fallist á að borga erfðaskatt, því að hún óttast að þá missi hún halfirnar. Það er nú kannski misskilningur, varla neitt sem verður tekið af henni, heldur yrði bara sett upp sjálfseignastofnun um eignir hennar. Auk hallanna á hún fleiri húseignir. listaverk drottningarinnar eru metin á tvær milljónir, en það er aðeins brot af fistaverkaeign krúnunnar sem er metin á 10 milljarða punda. Auk þess á hún skartgripi, frímerki, hesta og fleira smá- legt Fjárfestíngasjóður hennar er metinn á 80 millj- ónir, en hefur skroppið saman undanfarið eins og fleiri sjóðir. I fyrra skilaði þingnethd skýrslu þar sem eigna- sýsla drottningar var mjög gagnrýnd. Ekki þó sjálf drottningin, en ráðunautar hennar þykja átakan- lega gamaldags, enda fátt nútímalegt við drottning- una og umsvif hennar. I skýrslunni var harðlega gagnrýnt að ýmsir fjarskyldir ættingjar drottningar skuli fá að búa í vistarverum krúnunnar fyrir hlægi- lega leigu. Þannig njóta Mikael prins af Jórvík og kona hans 8 herbergja íbúðar í Kensington höll fyrir 69 pund á viku. Eg þekki ekki einu sinni stúd- enta hér í einu herbergi, sem greiða minna en 120 pund á viku og fyrir þá leigu fást sannarlega ekki konunglegar vistarverur. Drottningin kann þó ekki við að stjaka við þessum ætt- mennum sínum, heldur ætlar sjálf að niðurgreiða leigu þeirra. Sunday Times áætlar að það kostí hana milljón pund á ári. En fleiri ættmenni íþyngja drottningarbuddunni. I fyrra dó móðir hennar á 102. aldursári. Einhverjar eignir erfir drottningin efdr móður sína, en einnig 4 milljóna punda yfirdrátt gömlu kon- unnar, sem var ern fram í andlátið. Það er ekki hægt að segja að drottningin íþyngi pyngjum landa sinna ef á það er fitið að hún fær minna en pund frá hverju mannsbarni á ári. En safnast þegar saman kemur og það ergir æ fleiri hér að hún skufi fá tæpar 50 milljónir punda af ósviknum skattpundum á hveiju ári. Greiðslan er flókinn pakki skattaívilnana, reiðufjár og framlaga af ýmsu tagi. Miðað við minnkandi vinsældir konungstjölskyld- unnar er ekki víst að þetta fáist að eilifu. Þjónn DÍÖnil prinsessu í fyrra veittu réttarhöld yfir fyrrum þjóni Díönu prinsessu margvíslega innsýn inn í heimifis- haldið í höllinni. Þjónninn var ásakaður um að hafa nappað og selt dót sem prinsessan átti, en þegar yfirheyrslur yfir honum áttu að heíjast mundi drottningin að hún vissi allt um það að hann hefði fengið dótíð, ekki stolið því, og ákæran var felld niður. Þetta þótti undarlegt, leit helst út fyrir að hún hefði ekki kært sig um að þjónninn segði frá. Þarna kom allavega fram að starfsfólk hirðarinnar er á soddan lúsarlaunum að það fær alls kyns glingur gefins - gjafir sem fjölskyldan nennir ekki að eiga - til að selja í ágóðaskyni fyrir sjálft sig. Eins og einn þing- maður spurði nýlega: „Hvernig stendur á því að ein ríkasta tjölskylda Englands getur ekki borgað starfsfólki sínu mann- sæmandi laun?“ Nýlega hitti ég viðskiptafræðing sem vinnur við hirðina. Hann fræddi mig á því að enginn ynni þarna vegna launanna, en þetta væri góð reynsla og frábær ávísun á önnur störf síðar meir. Þegar ég spurði hvort þarna væri allt eins forpokað og virtist hló hann og sagði að ég gæti örugg- lega ekki ímyndað mér allt það skrýtna sem þarna tíðkaðist... og það þrætti ég ekki fyrir. ffij í stuttu máli: Á auðkýfingalista Sunday Times eru 1.014 karlar og 79 konur. fllls 753 á listanum yfir 1.000 ríkustu Englendingana byggja á auði sem þeir hafa sjálfir aflað, en 247 hafa erft auðæfin. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.