Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Síða 92

Frjáls verslun - 01.04.2003, Síða 92
Grilltíminn hafinn! Ekkert verður grillið ef hráefnið vantar og gott kjöt á grill er undirstaða þess að gestirnir njóti matarins. Gallerý Kjöt á Grensásvegi er þekkt fyrir gæðakjöt og sér- staklega góða þjónustu. Eigandinn, Omar Grétarsson, er mikill áhugamaður um gott kjöt og ekki síst grillkjöt. ,Á grillið er best að setja nautakjöt, t.d. nautafilet sem við skerum í smásteikur, 150-200gr.,“ segir Omar. „Þetta kjöt er svo lungnamjúkt að það er næstum því hægt að borða það með skeið! Galdurinn er að setja það á sjóðheitt grillið og steikja það örstutta stund hvorum megin.“ Omar segir fleiri steikur vinsælar og nefnir stórar nauta- steikur, rib-eye steik og fleira sem verslunin býður upp á. „Við mælumst til þess að fólk kryddi kjötið eftir steikingu ef það telur sig þurfa þess,“ segir hann. „Hins vegar er það svo að við látum nautakjötið hanga vel og lengi, 2-4 vikur, og við það verður það svo meyrt og bragðmikið að varla er þörf á því að krydda það nokkurn skapaðan hlut þó svo pipar sé jú alltaf góður. Það eru þó alltaf einhverjir sem vilja forkryddað kjöt og þeirra þörfum sinnum við með því að eiga til kryddlegið kjöt og erum reyndar nú með nýjar tegundir af kryddlegi sem við hlökkum til að kynna.“ Hitinn meginatriði Ómar segir eitt ekki mega fara úrskeiðis við grillun en það sé hitastigið á grillinu. „Það er „Það er mikið atriði að ristarnar séu sjóðandi heitar og að hitinn haldist í þeim þó svo grillið sé opnað," segir Ómar Grétarsson, eigandi Gallerý Kjöts. mikið atriði að ristarnar séu sjóðandi heitar og að hitinn haldist í þeim þó svo grillið sé opnað. Það er nefnilega þannig að óvandaðar grindur tapa hitanum um leið og grillið er opnað, þ.e.a.s. grindurnar kólna strax og kjötið er sett á þær og það ristast ekki sem skyldi og það er ekki skemmtileg útkoma. Þegar búið er að loka kjötinu vel með steik- ingu er ágætt að slökkva á hitanum öðru megin í grillinu og lækka hitann þeim megin sem kveikt er og láta sneiðarnar þar í nokkrar mínútur, eða þar til safinn fer að mynda dropa ofan á steikinni (Ath! Þetta er ekki blóð, heldur sá safi sem er í steikinni). Hitinn er hæfilegur til að kjötið eld- ist til fulls og verði fallega bleikt. A meðan er kjörið að skera niður grænmetið sem á að vera með og taka til drykkjar- föngin og saffransinnepsósuna okkar sem er hreint ótrúleg með fersku salati.“ Sérstaða Gallerý Kjöts Það er óneitanlega kostur að hafa sérverslun með kjötvörur þar sem saman kemur góð þjón- usta og frábær gæðavara. Ómar segir ljóst að sú meðferð sem kjötið fái í Gallerý Kjöt, geri að verkum að það fari í fyrsta flokk. „Við setjum engin ónauðsynleg aukaefni í kjötið til að lengja líftíma þess heldur látum það hanga í langan tíma í kæli. Þegar kjötið hefur hangið svona lengi þarf það litla steikingu og kryddun en kjötbragðið fær að njóta sín til fulls.“ Eftirlæti Ómars er nautafilet sem hann segir vera mjög gott kjöt þó svo úrvalið af kjöti í versluninni sé mikið. „Nautafilet er frábær kostur sé maður að hugsa um línurnar. Það er fitusprengt þó svo að engin utanáliggjandi fita sé í því, sem er hjartanu vond, auk þess sem það bragðast óskaplega vel. Eg ber það fram með gróft niðurskornu grænmeti og sósu og góðu víni og nýt þess í botn að borða það.“ PylSUgerð Hið nýjasta hjá Gallerý Kjöti er framleiðsla á pylsum og áleggi af ýmsu tagi. „Við hófum framleiðslu á Vínarpylsum, Chilli-ostapylsum, Mexico-paprikupylsum, grillpylsum og fleiri tegundum og ætlum að auka þá fram- leiðslu enn,“ segir Ómar. „Varðandi áleggið og grillpylsurnar ætlum við okkur að vera með besta verðið á markaðnum. Þar gildir hið sama og varðandi aðra framleiðslu hjá okkur, við erum ekkert að auka líftíma þeirra með ónauðsynlegum aukaefnum heldur eru pylsurnar gerðar úr fyrsta flokks hráefni og eins lítið með- höndlaðar og hægt er. Þetta er einfaldlega það sem við stöndum fyrir, að vera alltaf með fyrsta flokks vöru og frábæra þjónustu og hver einasti viðskiptavinur, hvort sem hann er að kaupa nautasteik eða eina pylsu, er jafnmikilvægur." S!] Um leið og vorar læðist grillilmur um loftið og víða má sjá fólk sitja úti við og snæða kræsingarnar. 92
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.