Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Page 104

Frjáls verslun - 01.04.2003, Page 104
Jón Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Baugi Robert Wessman, forstjóri Pharmaco. Group. Sumartími - vetrartími? Arlega, eiginlega tvisvar á ári, koma upp umræður um það hvort taka eigi upp sömu háttu og var, að breyta klukkunni vor og haust til samræmis við birtuna. Skoð- anir eru skiptar, allt frá því að segja að fólk geti bara vaknað fyrr og mætt, hvað svo sem klukkan segir, upp í það að telja fyrirtæki nær óstarfhæf stóran hluta ársins þar sem þau fylgi ekki öðrum löndum. Stórfyrirtæki sem eiga mikil viðskipti erlendis finna mest fyrir þessu og þeir Jón Scheving Thorsteinsson og Róbert Wessman segja sitt álit á málinu. Held mig við íslenskan tíma „Ég ferðast 100-120 daga á ári og vinn svo mikið með fólki jafnt austan hafs sem vestan," segir Jón Scheving Thorsteinsson, framkvæmdasljóri hjá Baugi Group. „Það er mun auðveldara að vinna með samstarfsaðilum í Banda- ríkjunum á sumrin þar sem tímamunur er minni en á veturna. Þegar ég er á ferðalögum reyni ég oftast nær að halda mig við íslensku klukkuna, sofa þegar heima er nótt og nærast á svipuðum tímum og ég geri hér heima og allt hringl með klukkuna á Islandi væri mér því til óþurftar. Hins vegar var mjög skemmtilegt á námsárum mínum í Bandaríkjunum þegar klukkan færðist til á haustin. Þetta gerðist alltaf um helgi og því gafst færi á að sofa lengur. Það var hins vegar hið versta mál þegar klukkan var færð til baka á vorin því þá helgina tapaði maður klukkustund í svefni.“ Kæmi sér betur „I dag er uppistaðan af starfsemi Pharmaco erlendis eða um 95% af veltunni. Það myndi því henta fyrir- tækinu betur ef tekinn væri upp sumartími í takt við það sem gerist erlendis," segir Róbert Wessman, framkvæmdastjóri hjá Pharmaco. „Með því móti er hægt að ná í menn erlendis lengur á daginn en ella, bæði í eigin skrifstofur og viðskipta- vini Pharmaco. Einnig væri það kostur fyrir starfsfólk að komast heim þegar meira er eftir af sólardeginum og þannig notið sumars- ins betur en ella.“ SH Enginn tími laus Hvað er að golfi? Ritari golfklúbbs: Mér þykir það leitt en það er bara enginn tími laus á vellinum í dag. Meðlimur: Nú? En hvað ef ég segði þér að Davíð Oddsson ætlaði að koma og leika einn leik. Myndir þú finna tíma fyrir hann? Ritarinn: Já, það myndi ég geta - að sjálf- sögðu. Meðlimur: Jæja, það vill svo til að ég veit að hann er erlendis núna svo ég ætla að nota tímann hanslS!] Forstjórinn var í læknisskoðun og læknirinn ráðlagði honum að hreyfa sig meira. Hann fussaði við sundi og líkamsrækt en taldi í lagi að reyna við golf. Nokkrum vikum seinna kom hann aftur í skoðun og spurði lækninn hvort það væri ekki hægt að finna aðra leið til hreyfinga. „Hvað er athugavert við golf?“ spurði læknirinn. „Það er ein besta hreyfing sem þú getur fengið og frábær leikur." „Það er örugglega rétt hjá þér,“ sagði þá forstjórinn. „En vandamálið er að þegar ég set kúluna þar sem ég sé hana, er engin leið til að ég hitti hana og ef ég set hana þar sem ég hitti hana, sé ég hana ekki!“ S5 104
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.