Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 5
OPINBERANIR EMANUELS SWEDENBORG
83
Það fer varla á milli mála, að ýmsir af þessum andlegu leið-
togum mannkynsins hafa skarað fram úr öðrum á einstökum
sviðum eða í einstökum efnum. Sem dæmi mætti nefna, að
hinn heilagi Buddha var svo sindrandi vitur og djúpskyggn, að
meistaramir hneigðu höfuð sín í auðmýkt fyrir hinni guðdóm-
legu vizku hans. — Samt er það afdráttarlaust fullyrt af þeim
er bezt þekkja trúarbrögðin, að enginn boðskapur sé göfugri og
fullkomnari en kenningar Jesú Krists. Vizka hans og kærleik-
ur eru altakandi, og líf hans og dauði ásamt upprisu hans, er
allt svo máttugt og stórbrotið, að vér nútimamenn, jafnt og al-
múginn á þeim timum sem hann var uppi, getum ekki annað
en játað í hjörtum vorum hið almáttuga og guðlega eðli hans.
Drottinn Jesús Kristur rís þannig hæst allra trúarleiðtoga, og
kristin trúarkenning verður án alls efa fullkomnust allra trúar-
bragða, sé hún rétt skilin og túlkuð. — Engin önnur skýring á
lífi Jesú dugar en sú, að hann hafi verið holdtekja sjálfs guð-
dómsins. Vizka hans og andleg sýn var slík, að honum var ekk-
ert dulið, og mátturinn til óskiljanlegra kraftaverka gat aðeins
verið af eðli hins almáttuga og guðlega, enda skildi almúga-
maðurinn þetta, þótt það dyldist fræðimönnum þá, eins og það
virðist vilja gera einnig nú. Þá er kenning upprisunnar, ásamt
öllu því er gerðist meðal lærisveinanna og í lifi þeiiTa, sem og
píslarvottanna, og þá opinberanirnar, sem ýmsir urðu fyrir,
eins og Páll og Jóhannes; allt er þetta svo sérstætt og mikilfeng-
legt, að önnur trúarbrögð eiga ekkert, sem kemst þarna í sam-
söfnuð.
Opinberun Jóliannesar - Endurkoma Krists.
En það er einnig merkilegt við kristnina enda þótt ekki sé