Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 52
130
MORGUNN
engan skilding. Mætti ég þá á förnum vegi telpu úr mínum
bekk, sem send hafði verið í búð með einhverja smáaura. Það
var farið að rökkva, og allt í einu skrikaði telpunni fótur, svo
að hún datt og peningarnir dreifðust um götuna. Litill silfur-
peningur valt í áttina til mín og steig ég ofan á hann um leið
og ég fór að hjálpa henni að tína hina saman. Þegar hún var
komin spölkorn frá mér, tók ég upp peninginn og stakk hon-
um í vasa minn.
Nú hafði ég efni á að fara í bíó næsta dag! En þegar ég kom
í anddyrið, var mér öldungis ómögulegt að fara lengra. Ég
sneri við heim til mín og var með peninginn i vasanum í tvo
daga. Mér fannst hann vera að brenna gat á vasann. Næsta
dag þegar ég kom í skólann skilaði ég telpunni peningnum og
sagði henni að ég hefði fundið hann á þeim stað, sem hún
hafði týnt honum.
Mörgum árum seinna var ég beðinn að reyna að hjálpa veik-
um manni, sem enga bót virtist fá hjá lækni sínum. Hann hafði
misst alla matarlyst, var orðinn magur og gat ekki sofið. Eng-
inn skildi hvað að honum gekk.
Þegar ég kom inn í svefnherbergi hans, sá ég allt í einu
í huga mér mynd af litlu telpunni í Middleburg. Þegar fjöl-
skyldan var farin út, spurði ég manninn í byrstum rómi: „Frá
hverjum hefur þú stolið peningum?“ Manninum varð hverft
við. Hann engdist í rúminu og kaldur sviti stóð á enni hans.
Hann hélt að ég væri lögregluþjónn. Er ég sagði honum, að
ég væri það ekki, og væri aðeins að reyna að hjálpa honum,
viðurkenndi hann fyrir mér, að hann hefði stolið peningum,
sem hann hefði borgað gamalli vinkonu sinni, sem ógnað hefði
honum með því, að hún mundi annars segja konunni hans frá
sambandi þeirra. Fleira sagði hann mér. En það, sem hann
sagði mér ekki, sagði ég honum, því að ég sá ýmis atvik úr lifi
hans. Ég fékk hann til að fara á fætur og klæðast og koma með
mér til mannsins, sem hann hefði stolið frá, og segja honum
hið sanna. Einnig fór hann til stúlkunnar, sem hafði í hótun-
um við hann, og hét hún honum því að láta af fjárkúgun sinni.
Síðan fór ég til læknisins, sem stundaði hann og sagði honum