Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 36
114
MORGUNN
dáinu. Ludvig fullyrti sem stjórnandi, að miðillinn væri klof-
inn, þannig að ein persóna væri i jarðneskum líkama hennar
en önnur „hérna megin“, eins og hann orðaði það, og stjórn-
aði hann þeim hluta hennar. Kona nokkur skyggn, sem sat
fund á Dahl-heimilinu, og ekki hafði hugmynd um þessa klofn-
un eða tvískiptingu, studdi þó þessa hugmynd engu að síður,
því hún skýrði frá því, að hún gæti séð miðilinn „á tveim stöð-
um“, eins og hún komst að orði — þar sem Ingeborg sæti í
stofunni og þar sem Ingeborg virtist sjá stjórnanda sinn.
Mjög sterkar sannanir fyrir miðilshæfileikum Ingeborg
komu fram á þvi tímabili er hún starfaði sem miðill. Árið
1926 fór Dahl dómari til dæmis til Lundúna og lýsti því yfir,
að hann ætlaði sér alls ekki að fara á neina miðilsfundi meðan
hann dveldi þar. Engu að sígur birtist Ludvig föður sinum í
Lundúnum og kom þeim fundi þeirra feðga í vitund systur
sinnar heima í Noregi. I októbermánuði 1927 gerðist svipað til-
felli, þegar dómarinn sat miðilsfund í Danmörk, þegar hann
var í heimsókn þar í landi.
Auk þess voru allmargar tilraunir beinlínis gerðar í sam-
bandi við Ingeborg og stjómanda hennar. Árið 1928 las Lud-
vig þannig orð fyrir orð upp úr bók, sem miðillinn kannaðist
ekkert við. 1 annarri tilraun var ákveðið, að Ludvig skyldi lesa
úr einhverri bók, sem fundarmenn ákváðu. Þetta tókst vel.
Ludvig las — vitanlega gegn um Ingeborg sem miðil — marg-
ar ljóðlínur úr ljóðasafni skáldsins Wordsworths, Poetical
Works, samkvæmt ósk eins fundarmanns, sem ekki tilheja'ði
fjölskyldunni, en var gestur hennar. Annar fundarmaður var
staddm- á sama fundi og var enn ekki sannfærður. Hann stakk
þá upp á því, að lesið yrði úr annarri bók, sem hann tiltók, og
tókst sú tilraun jafn vel og hin fyrri.
Árið 1932 kom í heimsókn til frú Köber sérfræðingur í sálar-
rannsóknum frá Sálari'annsóknafélaginu í Lundúnum. Skrif-
aði hann skýrslu um svipaðar tilraunir hjá frú Köber í Journal,
skýrslurit Brezka sálarrannsóknafélagsins (og má lesa hana í
XXVII. bindi, bls. 343). Sagði hann í skýrslu þessari, að hann
teldi tilraun þessa hafa tekizt fullkomlega.