Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 82
ÆVAR R. KVABAN:
HUGBOÐ OG FRAMSÝN
Fyrir nokkrum árum gerðist eftirfarandi atvik hér í Reykja-
vík. Ungur maður vann hjá fyrirtæki í borginni, en kona hans
og tvö hörn dvöldust í sumarbústað þeirra hjóna skammt fyrir
utan borgina, því þetta var að vorlagi. Sumarbústaður þeirra
stóð við lítið vatn. Maðurinn fór milli vinnustaðar og smnar-
bústaðarins á bíl sínum. Þá var það einn daginn, að mikið
óyndi sækir að manninum og eirðarleysi, þar sem hann er við
störf sín í skrifstofunni. Þetta lýsir sér meðal annars í því, að
hjá honum vaknar afarsterk hvöt til þess að fara heim til fjöl-
skyldu sinnar. Hann reynir fyrst í stað að hrista þetta af sér,
því hann var maður samvizkusamur, en þessi tilfinning áger-
ist svo, að honum verður hálfillt. Stenzt hann að lokum ekki
mátið, fer inn til húsbónda síns og segir honum, að eitthvað
gangi að sér, og hann geti ekki einbeitt sér að starfi sínu. Hús-
bóndi hans sér, að maðurinn er náfölur, hyggur að hann sé
veikur og segir að hann skuli bara koma sér heim. Verður mað-
urinn þessu allshugar feginn, skundar út í bíl sinn og ekur til
sumarbústaðar síns allt hvað af tekur.
Þareð sumarbústaðurinn stendur við vatn, voru ungu börn-
in þeirra hjónanna vön að leika sér og sulla þar í fjöruborðinu
á góðviðrisdögum.
Þegar maðurinn nálgast bústað sinn, sér hann, að annað
bama hans stendur í fjöruborðinu, að því er virtist í mikilli
æsingu, baðandi út höndum, og bendir út á vatnið. Hann þýt-
ur út úr bílnum og sér þegar hvar hitt bamið hans liggur á
grúfu í vatninu skammt undan landi. Hann snarast út í og
þrífur bamið upp úr, en það er meðvitundarlaust. Hann hefur
strax lífgunartilraunir, og að lokum tekur bamið að ranka við