Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 46
SÉRA BENJAMÍN KRISTJANSSON:
GERARD CROISET OG
HUGSKYNJANIR HANS
Þekking manna
á sjálfum sér.
„Fæða þarf trú með jarteinum, að hún vaxi,“
segir í fornu riti. Var sá skilningur ríkari í
kaþólskum sið en lútherskum, að ekki væri
allt sem sýndist, veröldin geymdi marga leyndardóma, sem
menn hefðu enn ekki áttað sig á til fullnustu.
Reyndar ætti þetta ekki að vera torskilið mönnum, sem
fylgzt hafa með þróun efnisvísindanna síðustu áratugina.
Hugmyndirnar um gerð og eðli alheimsins hafa tekið þeirri
gerbyltingu, að vísindum á mörgum sviðum hefur fleygt svo
fram, að varla stendur steinn yfir steini af því sem áður var
talið, svo að naumast er það lengur á færi leikmanna að fylgj-
ast með.
Þó má segja, að ein grein þekkingar hafi dregizt allmikið
aftur úr og jafnvel farið aftur á sumum sviðum, en það er
þekking manna á sjálfum sér, hæfileikum þeim, sem með
manninum búa, eðli og örlögum vitundarlífsins. Hér fer því
svo fjarri, að við stöndum feti framar en ýmsir vitringar forn-
aldar, að lengi töldu efnisvísindamenn flestar hugmyndir
þeirra með hjátrú og hindurvitnum, enda kunna þeir engin
tök á að prófa þær kenningar með rannsóknaraðferðum sínum.
Var því ekki fjarri lagi lýsing Matthíasar Jochumssonar á trú-
arhugmyndum efnishyggjumanna i gamankvæðinu til Gests
Pólssonar forðum:
Húmbúg er himinn,
hómo api,
sáhn fosfór,
sæla draumur,
frelsi flónska,