Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 24
102
MORGUNN
ingum Swedenborgs, og komast í slíka námu djúpstæðra lær-
dóma um innsta kjarna lifsgátunnar, sem opnast þeim er legg-
ur sig fram um að tileinka sér það, sem hann hefur ritað. Að
vísu verður að játa, að sumt af því er hann segir, er ærið tor-
skilið, og verður lesandinn því að leggja sig fram, en ef hann
gerir það og reynir að beita innsæishæfileikanum af þolin-
mæði og þrautseigju til að kafa inn í kjarna hugsunarinnar,
þá mun hann uppskera ríkulegan ávöxt. — Hér á ekki illa
við að skjóta inn í athugasemd um, hvemig Swedenborg lítur
á hlutverk innsæisins. Hann segir: Innsæið annars vegar og
hin ytri skynfæri vor hins vegar, birta oss hin æðri sannindi
og hin grófari eða óæðri sannleiksgildi. Bilið milli þeirra er
svo breitt, að tengsl eru óhugsandi nema fyrir miðlun. Hinn
ályktandi hugur vor er sá milliliður, þar sem hin leyndar-
dómsfulla samblöndun og tenging þessara ólíku þátta næst og
heilög bönd eru bundin; — þar sem veraldlegar skynjanir frá
hinu lægsta sviði fá aðgang að hinu innra sviði hugans í
gegnum dyr skynfæranna, en himneskir leyndardómar frá
æðstu heimkynnum andans nálgast hann í gegn um musteris-
hlið sálarinnar, þá er þessi hugur hinn sanni miðdepill ver-
aldar. Vér erum lifandi eindir, sem sameina hið lága, er leit-
ast við að rísa og hið háa, er stígur niður. Hugur mannsins er
það herbergi er hýsir báða þessa gesti.
Ný viShorf — umról og vakning.
Sú kenning Swedenborgs, sem valdið hefur hvað mestu um-
róti í sambandi við trúarskoðanir kristinna manna, er skýlaus
fullyrðing hans um hið óskoraða drottinvald Jesú Krists, sem
hann segir vera hinn Almáttuga Skapara himins og jarðar,
Frelsara mannkyns og hinn eina og sanna Guð þess, sem per-
sónubirtingu guðdómsins sjálfs, er hafi birzt í mannlegu per-
sónugervi Jesú Krists á jarðarsviðinu, til fullkomnunar lög-
málsins um frelsun og endurfæðing maxmsins, fyrir sakir
mannlegs og efnislegs samfélags Guðs og manna. — Kenning-
amar um Jesúm Krist og hinn mikla leyndardóm um eðli hans
og tengsl við Föðurinn og sköpunarverkið má segja með sanni,