Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 57
GERARD CROISET OG HUGSKYNJANIR HANS
135
því spurður, hver hefðu verið mestu vonbrigði lífs hans, svar-
aði hann: „Þau, að mennirnir skyldu geta verið jafnmiklar
skepnur og þeir voru á stríðsárunum.“
Á striðsárunum gerðist Croiset mikill vinur Alberts Ples-
mans, stofnanda og forseta KLM, Konunglega hollenzka flug-
félagsins, sem er eitt hið elzta flugfélag i heimi. Sótti Plesman
ýmis ráð til Croisets og viðurkenndi merkilega hæfileika hans.
Eftir að Þjóðverjar gerðu innrás i Holland eyðilögðu þeir
flugvöllinn í Amesterdam ásamt 35 hollenzkum flugvélum.
Var Plesman fyrst settur í fangelsi en seinna var honum leyft
að búa i afskekktu húsi í Austur-Hollandi undir eftirliti naz-
ista. Þetta var ekki langt frá Enschede og gerðist brátt vinátta
með þeim Croiset og ræddu þeir meðal annars um nauðsyn
þess, að stofna samtök Sameinuðu þjóðanna, eftir Þjóðverjar
og Japanir væru sigraðir.
Dag nokkurn snemma árs 1944 kom Croiset til Plesmans
dapur í bragði og sagði honum að sér þætti fyrir að þurfa að
segja honum það, en sér hefði vitrazt rétt áður, að sonur hans
hefði verið skotinn niður rétt við landamæri Belgiu og Frakk-
lands og hefði látið lífið. Að vonum varð Plesman mikið um
þetta og sagði: „Kannske þú hafir nú rangt fyrir þér í þetta
skipti, Croiset?“ En það reyndist rétt. Fyrst nokkrum mánuð-
um seinna kom staðfesting á þessu og tilkynning um dauða
Jan Plesmans, eins og Croiset hafði sagt.
Fimm árum síðar, þegar Plesman hafði endurreist KLM bar
aðra sýn fyrir hugskotssjónir Croisets. Þetta var 21. júní 1949.
Hann sagði áhyggjufullur:
„Ég sé hræðilega sýn, og hef sterka tilfinningu fyrir þvi, að
annar sonur Plesmans muni bráðlega farast í flugslysi.“
Dr. Tenhaeff, sem hann mælti þessi orð við, skráði strax
ummæli hans, en hafði vitanlega ekki orð á þeim. En tveim
dögum seinna fórst flugvél hjá Bari í Italíu þar sem Hans Ples-
man var flugstjóri og komst enginn lífs af. Hafði Albert Ples-
man þá misst tvo sonu sina í flugslysum og Croiset séð hvort
tveggja slysið fyrir.
Mestum straumhvörfum í lífi Croisets olli þó atburður sem