Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 89
HUGBOÐ OG FRAMSÝN
167
sem hefði tjáð sér, að frú Dixon hefði tveim til þrem vikum
fyrir morðið hvað eftir annað minnzt á yfirvofandi harmleik í
Hvíta Húsinu.
Einn þessara manna var Charles Benter, liðsforingi i banda-
ríska flotanum, sem seinna hafði gerzt hljómsveitarstjóri í
Hvíta Húsinu. Benter sagði Gold, að þriðjudaginn fyrir morðið
hefði frú Dixon gert vinirm sínum bylt við með því að segja
allt i einu, er hún sat að snæðingi með þeim: „Forsetinn verð-
ur skotinn.“ Tvær konur, sem ásamt Benter voru viðstaddar,
staðfestu þessa fullyrðingu.
Vitni þau, sem báru um spádóma frú Dixon tóku venjulega
fram, að þau tryðu ekki á sálræn fyrirbrigði. Eitt þeirra var
John Teeter framkvæmdastjóri krabbameinssjóðsins, sem
kenndur er við rithöfundinn Damon Runyon. Hann sagði: „Við
getum ekki annað en sagt nákvæmlega frá því sem gerðist."
Sjálf var frú Dixon svo handviss um, að forsetinn yrði skot-
inn, að hún bað persónulega vinkonu sina, sem stóð Kennedy-
fjölskyldunni nær, að vara hann við.
Við John Gold, fréttaritara Evening News sagði hún þetta:
„Það var síðustu dagana, að áhyggjur mínar út af Kennedy
voru mestar. Um helgina ók ég fram hjá Hvita Húsinu og sá ég
þá eins og í sýn, að byggingin var öll þakin svörtmn tjöldum.
Og þetta fór versnandi næstu daga. Þegar ég var að borða á
þriðjudag, sá ég beinlínis fyrir mér, hvernig Kennedy var
skotinn. Hann var hæfður í höfuðið. Það var þá, að ég hrópaði
upp: „Forsetinn hefur verið skotinn!“
Daginn sem hann dó var ég að snæða morgunverð með
gömlum vini mínum, og þá fannst mér Hvita Húsið algjörlega
hulið svörtum tjöldmn. Þá sagði ég við hann: „Charles, þetta
er dagurinn — þetta er dagurinn, sem þetta hlýtur að ske.“
Nú skal það tekið fram, að frú Dixon er engan veginn spá-
kona að atvinnu. Hún fæst við viðskipti og er vel efnum búin.
Rekur hún ásamt manni sínum mnfangsmikla fasteignasölu.
En hins vegar telur hún engan vafa á því leika, að hæfileikar
þessir, sem hún býr yfir, séu náðargjöf, sem hún með engu
móti megi notfæra sér í auðgunartilgangi.