Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 66
144
MORGUNN
hættu, þegar móðir hennar kom inn til hennar og svaf hjá
henni hað sem eftir var nætur.
Yiku eftir að Lurancy kvartaði um þetta fólk í herbergi
sínu, var hún að hjálpa móður sinni að staga í saum á gólf-
teppi, og sagði þá allt í einu: „Mamma, mér er illt; ég hef svo
afskaplega undarlega tilfinningu.“ Andartaki síðar stífnaði
hún upp í einskonar leiðsluástand, sem stóð yfir i fimm klukku-
stundir.
Þetta leiðslu-ástand endurtók sig síðan á hverjum degi,
þangað til í september 1877. Venjulega lýsti þetta ástand sér
þannig, að Lurancy stífnaði upp líkamlega, púlsinn varð mjög
daufur, andardráttur hæg og veikur og histastig fyrir neð-
an normal. 1 þessu ástandi tautaði hún gjarnan greinilega
irm einhverjar sýnir, og meðal þess voru oft lýsingar á því,
sem hún kallaði „engla“.
Læknar þeir, sem rannsökuðu hana, gátu ekki komið sér
saman um það, hvort hún væri geðveik, rugluð um tíma vegna
floganna eða að hún þjáðist af einhverjum sjaldgæfum sjúk-
dómi, sem þeir vissu ekki hver var. En þareð hún minntist á
„engla“, kom þeim saman um, að hún hlyti að vera geðveik.
En hver sem var orsök sjúkdómsins, þá tókst læknunum ekki
að hafa nein áhrif á þetta ástand. Þegar komið var fram i
nóvember var Lurancy farin að þjást af svo óskaplegum verkj-
um í kviðnum, að hún sveigðist aftur á bak þangað til höfuðið
snerti fætur hennar; og féll hún stundum í dá, þegar hún var
i þessari stöðu.
1 janúarmánuði 1878 voru foreldrar hennar orðnir úrvinda
af vökum og þreytu og fullir örvæntingar út af ástandi barns-
ins. Lurancy féll nú í dá tíu til tólf sinnum á sólarhring;
stundum stóð kastið í nokkrar mínútur, önnur skipti klukku-
stundum saman. Þetta gat komið fyrir hana hvenær sem var
að nóttu eða degi. Venjulega tautaði hún eitthvað um „bjarta
engla“ og virtist vera að tala við einhverjar ósýnilegar verur.
Foreldrarnir, sem ekki vissu sitt rjúkandi ráð, kvöddu að
lokum til hjálpar séra B. M. Baker, sóknarprestinn í Watseka
Meþódistakirkjunni, ef hann kynni einhver ráð til bjargar.