Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 11
OPINBERANIR EMANIJELS SWEDENBORG
89
frelsun og endurlausn fyrir upplýsta og fullkomnari trú. — 1
þessu fólst það, að Swedenborg hlaut að verða að varpa frá sér
öllum frekari framavonum á sviði vísinda og helga sig algjör-
lega þessari æðri köllun, óskiptur. — Kostaði þetta hann mikla
innri baráttu, vegna þeirrar sjálfsafneitunar er í þessu var
vissulega fólgin, en eftir harða baráttu yfirvann hann sjálfan
sig og varpaði frá sér hinum veraldlegu framavonum allsendis
ótrauður. — Þetta þýddi að sjálfsögðu miklar umbyltingar í
lífi Swedenborgs. Hann sagði þannig lausu starfi sínu við
námaráðið í Stokkhólmi og sneri sér einvörðungu að því, að
rækja köllun sína. Fór hann fram á, í ljósi hins langa starfs-
ferils síns fyrir þessa stofnun, að honum yrðu veitt sem eftir-
laun hálf fyrri laun sín. — Hann var leystur frá starfi sínu
með sóma fyrir framúrskarandi vel unnin störf, og treguðu
það allir, að hann hefði tekið þessa örlagaríku ákvörðun, en
þvi varð ekki breytt. Sem umbun verka sinna var ákveðið að
hann skyldi halda fullum og óskertum launum sínum til ævi-
loka, í heiðursskyni.
Vitranir — köllttn.
Upp frá þessu sneri hann sér með fullum krafti að þvi að
þjóna köllun sinni. Segist honum svo frá sjálfum, að Kristur
Drottinn hafi opnað honum sýn inn á æðri lífssvið og sjálfur
veitt honum fræðslu um þau efni er varðaði köllun hans og
hlutverk, svo hann mætti verða fær um að rita hinn nýja boð-
skap til birtingar mannkyni. öðlaðist hann í gegnurn vitranir
sínar óviðjafnanlega reynslu, er birti honum eðli mannlífsins
og grundvallarrök allífs með ótrúlega ljósum hætti og skýrum.
Upplifði hann og hefur lýst með margháttuðu móti þeim veru-
leika er mætir manninum, eftir að hann hefur kvatt þennan
heim og haldið til hærri lífssviða; og leggur hann mikla
áherzlu á það, hversu þýðingarmikið það sé mannkyni, að fá
vitneskju um hvað bíði manna í framlífinu, eftir því hvemig
þeir haga lífi sínu á meðan þeir dvelja hér á jörðu. Hefur hann
ritað margar merkilegar bækur um vitranir sínar, — en afköst
hans í þeim efnum voru svo ótrúleg, að þau út af fyrir sig, —