Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 60
138
MORGUNN
kring um sig, sem smám saman skýrast og taka á sig ákveðnar
myndir. Það er eins og sýningarvél sé sett í gang, og í hugskoti
sínu fær hann vitranir, sem stundum flytja hárrétt svar við
því, sem verið er að leita upplýsinga um. Hugskynjanir Ger-
ards Croisets eru iðulega furðulega nákvæmar. Eru lýsingar
hans gjaman teknar upp á segulband jafnóðum og hann segir
frá þeim, en síðan eru þær bomar nákvæmlega saman við það,
sem sannast i hverju máli. Skeikar sjaldan miklu, enda hafa
upplýsingar Croisets mjög oft komið lögreglunni á sporið og
hjálpað henni jafnvel til að komast til botns í gömlum glæpa-
málum.
. Croiset verður stundum óþolinmóður, þegar
” , ® V^11 11 fólk ætlar að fara að segja honum langar og
leiomlegar sogur, þvi hann veit ottast iynr-
fram, hvað það ætlar að segja. Stundum gripur hann hreinlega
fram í og segir: „I Guðs bænum hættu! Ég veit áframhaldið“.
Stundum hefur fólkið varla opnað munninn, þegar Croiset
segir: „Ég veit til hvers þú hefur komið. Það snertir bam, sem
er týnt. Sýndu mér mynd af drengnum." Gesturinn verður
undrandi og kemur með mynd af barninu. Eftir að hann hafði
handleikið eina slíka mynd, sagði hann eitt sinn: „Mér þykir
þetta afar leitt. Ég sé vatn, mikið vatn! Það hefur orðið hörmu-
legt slys. Litla barnið hefur dmkknað. Ég sé það á 100 faðma
dýpi skammt frá bryggjunni hérna. 1 fyrramálið klukkan 10
muntu finna líkama bamsins.“
Atburðir eins og þessir eru algengir, og er það mikill fjöldi
bama sem hann hefur fundið þannig. Af því hann var eitt
sinn sjálfur kominn að því að drukkna virðist liggja mjög opið
fyrir honum að finna böm, sem dmkknað hafa, sem koma
kann af þvi, að örlög þeirra snerta hann á viðkvæmari hátt
en ýmislegt annað.
™ , . Ef Croiset hefur til dæmis handleikið lok-
ygf?11 ag umslag rneð eiginhandarskrift einhvers
manns, má búast við, að hann geti látið ferns konar upplýs-
ingar í té, eftir þvi sem dr. Tenhaeff skýrir frá:
1. Hann getur lýst þeim, sem bréfið hefur skrifað: líkams-