Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 91
HUGBOÐ OG FKAMSÝN
169
blaðamanni nokkrum, vini sínum. Þegar hann var að ganga
út úr kirkjunni sagði hann: „Það væri fróðlegt að vita, hvort
þeir skjóta mig í kirkju.“
Enda þótt við skiljum ekki þau ókunnu öfl, sem hér eru að
verki í manninum, þá er vitanlega flestum ljóst, að fólk, sem
er gætt þessum undarlega hæfileika, að geta séð fram í tímann
óorðna atburði, hefur verið uppi á öllum tímum. En illa hefur
sumum nútímamönnum gengið að fallast á slíkar staðreyndir,
eins og berlega kemur í ljós í greininni Opinber ofsókn hér í
ritinu, þar sem morðákæra er byggð á þeirri forsendu að kona
geti ekki hafa séð fyrir óorðinn atburð.
En bregðum okkur nú að lokum aftur heim til Islands.
^ Þau hjón, Magnús lögmaður Ólafsson og
, Ragnheiður Finnsdóttir biskups, áttu dóttur
nn orspaa. er p>£ra Hún varð aðeins fjögurra ára.
Það var merkilegt um hana, að þegar hún hafði fengið málið,
fór að bera á því, að oftast nær gat hún á morgnana sagt fyrir,
hvort gestir kæmu um daginn, hvernig þeir yrðu klæddir,
hvort þeir mundu sitja meðan þeir stæðu við o. s. frv. Þetta
var kallað „bull“ í fyrstu. En svo var því hætt, þegar reynsl-
an sýndi, að það sem hún sagði fyrir gekk ævinlega eftir.
Aðra dóttur áttu þau, er Guðríður hét. Hún náði fullorðins
aldri. Hjá henni brá forspá oft fyrir. Fór hún þó dult með það.
Hún var alin upp á Oddgeirshólum hjá Steindóri sýslumanni,
bróður Ragnheiðar. Hann arfleiddi hana og bjó hún á Odd-
geirshólum eftir hann. Maður hennar var Stefán prests á Þing-
völlum, Þorlákssonar. Steindór hét son þeirra, en Sigríður dótt-
ir. Steindór var snemma atgervismaður og að öllu hixrn efni-
legasti. Sigríður var hins vegar veikbyggð og óhraust á heilsu
lengi framan af. Steindór lærði i Bessastaðaskóla. Þá er hann
var þar, en þær mæðgur heima, tók Sigríður eftir því á laugar-
daginn fyrir páska, að móðir hennar var venju fremur föl og
döpur. Spurði Sigríður hvort hún væri veik. Hún sagði, að svo
væri ekki. Sigríður spurði, hví hún væri svo föl og döpur. Hún
svaraði: „Það kemur eitthvað fyrir á þessum degi að ári, sem
hefur mikla þýðingu fyrir ykkur börnin mín.“ Næsta haust