Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 100
178
MORGUNN
um hætti þrátt fyrir viðleitni forráðamanna til að veita alla þá
aðstoð, sem mögulegt er til túlkunar. Var fólki ráðlagt, sem ekki
skildi, að taka með sér hljóðrita til að geta siðar hlustað
aftur og þá látið þýða nánar fyrir sig það sem sagt var. Því
miður kom þetta ekki að fulliun notiun í öllum tilfellxun, þar
sem frúin þurfti að geta rætt við fundarmenn mn það, sem
fram kom hjá henni, og ef ekki skildist rétt á milli, þannig að
upplýsingar til hennar eða svör gætu verið greinileg og rétt, þá
var reynzlan sú, að hætt gat verið við truflunum og jafnvel
misskilningi er siðan truflaði árangurinn og tafði fyrir. -
Þetta er látið koma fram hér til skýringar fyrir þá, sem kynnu
að hafa orðið fyrir vonbrigðum á fundum hjá frúnni. — Þess
skal getið til glöggvunar í viðbót, að frúin er að sjálfsögðu vön
að starfa þar sem allt er hún þarf að fá svör við í sambandi við
starfið, skilst viðstöðulaust.
Frúin er meðal þekktustu miðla i heimalandi sínu og hefur
ferðazt víða um heim til starfa sem miðill, og hefur hina fjöl-
breyttustu hæfileika. Hún er m.a. fræg fyrir að lesa úr blóm-
um, sem fundarmenn kaupa sér á leið til fundar, hinar athygl-
isverðustu upplýsingar um líf viðkomandi fundarmanns, bæði
fyrri æviatriði sem og forspá. Þessa hæfileika sýndi hún við
fyrri heimsókn sína fyrir nokkrmn árum, með athyglisverðu
móti, en nú treysti hún sér ekki til að framkvæma „blóma-
lesturinn“ sökum þeirra örðugleika er „tungumálaveggurinn“
skapar.
Þá hefur frú Jónína Magnúsdóttir, miðill, starfað með góð-
um og mjög athyglisverðum árangri, nú um nokkurra mánaða
skeið, við andlegar lækningar fyrir félaga. Verður vonandi
framhald á þeirri starfsemi.
Að síðustu hefur nú sá merkilegi áfangi náðzt, að frú Björg
Ólafsdóttir, miðill, sem starfaði á vegum SRFl fyrr á árum,
hefur nú hafið samstarf við félagið um að halda reglubundna
fundi fyrir félagsmenn. Hefur hún þegar starfað um nokkurn
tíma og haldið fundi í frítíma sínum á kvöldin, en þetta hefur
reynzt ófullnægjandi, þar sem svo margir vilja komast að,
enda áður vitað, að mikil vöntun væri á þessari þjónustu fyrir