Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 64
ÆVAR R. KVARAN:
SÁLFARIR
Hið fræga enska sagnaskáld Thomas Hardy sagði einu sinni:
„Þó margt sé alltof furðulegt til þess að hægt sé að trúa því, er
ekkert svo undarlegt, að það geti ekki hafa gerzt.“ Þessi um-
mæli eiga vel við þá furðulegu sögu, sem hér fer á eftir; og
þótt hún sé vægast sagt ótrúleg, þá liggja fyrir sönnunargögn
um sannleiksgildi hennar í svo stórum stíl, að ekki verður um
það efazt, að þetta hafi í rauninni gerzt, ef sönnunargögn hafa
þá yfirleitt nokkurt gildi.
Þá er þess fyrst að geta, að stúlka nokkur hét Mary, dóttir
hjónanna Roff; fæddist hún í Warrenhéraði í Indíanafylki í
Bandaríkjunum fyrir rúmri öld, eða nánar til tekið þann 8.
október 1846. Þegar Mary var þrettán ára, fluttist fjölskyldan
til Watseka í Illinois. Þegar þetta gerðist, hafði Mary átt við
heilsuleysi að striða; átti hún til að fá krampaflog, sem senni-
lega stöfuðu af flogaveiki. Vorið 1865 var hún farin að fá
þessi köst tvisvar á dag, og tók hún þetta svo nærri sér, að hún
reyndi að binda endi á þjáningar sinar með því að skera sig á
púlsinn. Foreldrar hennar komu að henni meðvitundarlausri
og kölluðu þegar í stað á lækni. Þegar Mary kom aftur til
meðvitundar, greip hana slikt æði, að margt fullorðið fólk
átti klukkustundum saman fullt í fangi með að hemja hana i
rúminu. Reyndust kraftar þessarar grannvöxnu stúlku, sem
ekki vóg nema hundrað pund, alveg ótrúlegir, þegar tillit er
tekið til þess hve veik hún var.
Þetta æði stóð í fimm daga, en þá varð hún allt í einu ró-
leg, sofnaði og steinsvaf í meira en fimmtán klukkustundir.