Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 98
Húsnæðismál.
Með því að í ljós hefur komið að núverandi
húsakostur SRFl, að Garðastræti 8, hentar
miður vel þeirri starfsemi, sem nauðsynleg er félagsstarfinu,
hefur stjóm félagsins orðið sammála um að leita fyrir sér um
nýtt og stærra húsnæði, en jafnframt að selja núverandi eign,
þegar kaupendur fást.
Athugað hefur verið nokkuð af nýju húsnæði, sem til greina
gæti komið, og hefur nefnd verið skipuð til að hafa þetta verk-
efni með höndum. — Nýlega hefur komið til greina einkar
hentugt hús í vesturbænum í Reykjavik, sem er til sölu, en
ennþá hefur ekki getað orðið úr kaupum, með því að ekki hef-
ur tekizt að fá kaupendur að núverandi húsnæði félagsins. —
Mun verða haldið áfram að vinna að þessu máli, og er það
von forráðamanna, að takast megi að koma fyrirhuguðum
breytingum á húsakosti félagsins hið fyrsta í framkvæmd, þar
sem eins og áður greinir núverandi húsakostur hefur reynzt fé-
lagsstarfseminni nokkur fjötur um fót.
. i ... , Ákveðið var á stjórnarfundi í haust, að halda
Fundarhold. , , . , * , t t
skyidi a vetrmum manaoariega iundi, et
hentugt húsnæði fengist til slíks, og þar sem svo heppilega
tókst til að hægt var að fá inni í hinu ágæta og glæsilega hús-
næði Norræna Hússins við Hringbraut í Reykjavík, var ákveð-
ið að festa húsið til fundarhalda fyrir félagið fyrsta fimmtudag
hvers mánaðar frá nóvember til apríl n.k., eða nánar tiltekið,
svo sem hér greinir:
Fimmtudaginn 11/11 - 2/12 1971 - 13/1 - 3/2 - 2/3 og
6/4 1972.
Fundirnir í nóvember og desember hafa þegar verið haldnir
og tókust vel. — Fluttu á fyrra fundinum erindi þeir Ævar R.