Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 69
SÁLFAHIR
147
andi; þau áttu ekki von á þessum furðulegu umskiptum. Eftir
að hafa ráðgazt við Vennum-hjónin, var sú ákvörðmi tekin
að hafast ekki að í nokkra daga og sjá hverju fram yndi.
Kannski voru þetta bara einhverjir duttlungar, sem hyrfu af
sjálfu sér.
En þetta voru engir duttlungar. Lurancy hélt áfram að um-
gangast fjölskyldu sína eins og ókunnugt fólk og sárbiðja þau
um að leyfa sér að fara heim. Hvers vegna var verið að stia
henni frá fjölskyldu sinni, sem hún hafði ekki séð í mörg ár?
Vennum sá, að við svo búið mátti ekki lengur standa, fór aftur
á fund Roff-hjónanna og sagði þeim, að eitthvað yrði að taka
til bragðs. Væru þau fáanleg til þess að koma heim og leyfa
Lurancy að sjá þau? Ef til vill gæti það með einhverjum
hætti orðið til góðs.
Fjórum dögum eftir að Lurancy kom fjölskyldu sinni á
óvart með því að tilkynna að hún væri Mary Roff, komu Roff-
hjónin ásamt Minervu, dóttur sinni, i heimsókn til Vennum-
fjölskyldunnar. Þegar þau nálguðust á gangstéttinni, enn
hálfa húsaraðalengd undan, leit Lurancy upp og sá þau. Hún
spratt þegar á fætur. „Þetta er mamma og systir mín Nervie!“
hrópaði hún. Þegar hin raunverulega Mar}r Roff var lifandi,
hafði hún alltaf kallað eldri systur sína Nervie, allt frá því að
hún gat sagt það.
Stúlkan fleygði sér nú i faðm frú Roff og Mínervu og gleði-
tárin streymdu niður kinnar hennar. Konurnar komust í mestu
vandræði og vissu ekki hvemig þær ættu að snúast við þessu.
Hér var óskyld stúlka, sem hélt þvi fram, að hún væri elsk-
aður ættingi, sem þær vissu, að var dáinn. En hún lét sig það
engu skipta og rabbaði við þær um gamla vini og um fjöl-
skylduna, sem þær liefðu verið að heimsækja, þegar hún dó í
Peoria þrettán árum áður. Hún spurði um litla bréfaöskju,
sem Mary Roff hefði fengið að gjöf frá vinum sínum, skömmu
fyrir lát hennar. Höfðu þær varðveitt bréfin?
Frú Roff, sem nú var komin í mikla geðshræringu, fékk
stunið því upp, að þær hefðu gert það. Stúlkan tók svo að