Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 61
GERARD CROISET OG HUGSKYNJANIR HANS 139
útliti, rödd, líkamslýtum, ef einhver eru, fötum hans, hugsun-
um og tilfinningum, ekki sízt ef hann ber ótta eða kvíða fyrir
einhverju. Hann getur jafnvel hermt eftir honum.
2. Hann getur sagt frá umhverfi bréfritarans og stöðu.
Hann sér bækur í kring um hann eða vélar, sem hann vinnur
við. Hann getur skýrt frá atvikum, sem komið hafa fyrir hann
eða eiga eftir að henda hann.
3. Hann sér fólk, sem hann umgengst eða er honum vanda-
bundið, vini hans eða samverkamenn og getur jafnvel sagt frá
atvikum í sambandi við það.
4. Hann sér heimili bréfritarans og landslag umhverfis það.
Sjaldan sér hann þó þetta allt saman, bætir prófessorinn við.
Oftast sér hann aðeins tvennt eða þrennt af þvi, sem hér er
greint.
Croiset hefur, eins og fyrr er sagt, hlotið mjög litla mennt-
un og svo önnum kafinn hefur hann löngum verið, að ekki
hefur honum gefizt mikill tími til bóklesturs. Hann er nokkuð
örlyndur og er ekki laust við, að því bregði stundum fyrir, er
hann á við alþýðu manna, að hann virðist vera dálitið rogg-
inn af hæfileikum sínum. Einu sinni var t. d. sagt við hann,
að troðfullt herbergi gesta biði eftir samtali við hann. Þá svar-
aði hann: „Látum þá bara bíða. Það er ekki til nema einn
Croiset!"
Annars ber öllum saman um það, sem bezt þekkja hann, að
hann sé í hvívetna gagnheiðarlegur og góður drengur. Við dr.
Tenhaeff og aðra vísindamenn hefur hann oft sagt: „Ég er
bara venjulegur maður. Allir hafa í einhverjum mæli þá hæfi-
leika sem mér eru gefnir. Hjá mér hafa þeir kannske náð dá-
lítið meiri þroska.“
Ekki vandist hann á það i uppvexti að fara í kirkju, því að
foreldrar hans létu sig trúmál litlu skipta. Þó var hann innilega
trúaður á imgum aldri og baðst iðulega fyrir, enda þótt for-
eldrar hans hentu aðeins gaman að því. Hann ber mikla lotn-
ingu fyrir Kristi, og telur sig kallaðan af guði til að vinna verk
sitt. „Mér er það ljóst,“ segir hann, „að skaparimi hefur gefið
mér merkilegar gáfur, sem mig langar til að nota öðrum mönn-