Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 72
150
MORGUNN
Mary Roff
kveður.
undrunina, kvaðsl hann vitanlega feginn slíkum upplýsing-
um. Þá sagði Lurancy honum, að Emma væri hamingjusöm,
hún hefði nýlega talað við sig og vildi láta foreldra sína vita,
að henni liði vel, en saknaði þeirra. Síðan tók stúlkan að lýsa
Emmu Angeliu Stevens, sem hafði látizt í marzmánuði árið
1849, og lýsing hennar var svo nákvæm, að hún lýsti jafnvel
x-löguðu öri á kinn hennar þar sem hún hafði verið skorin
vegna blóðeitrunar.
En hvað sem þvi leið, þá var tími stúlkunn-
ar, sem kallaði sig „Mary Roff“ að renna út.
Þann 16. apríl 1878 sagði hún Roff-fjölskyld-
unni, að hún myndi nú bráðlega yfirgefa þau, því Lurancy
Vennum væri á batavegi og kæmi aftur.
Þann 7. maí 1878 kvaddi „Mary“, eins og hún kallaði sig,
frú Roff á sinn fund og var þá mjög hrygg; sagði hún frúnni
grátandi frá því, að nú yrði hún brátt að kveðja. Þannig sátu
þær góða stund, samkvæmt frásögn viðstaddra, en síðan fór
„Mary“ að skjálfa eins og af kulda. Þá féll hún fram yfir sig,
eins og liðið hefði yfir hana, og lá hreyfingarlaus. Andartaki
síðar opnaði hún augun, eins og undrandi og rugluð og sagði:
„Hvar er ég?“
Lurancy Vennum var aftur komin í líkama Lurancy Ven-
num. En ekki stóð það þó nema skamma stund að þessu sinni,
því aftur virtist „Mary“ taka við, og hélt hún því áfram þang-
að til 21. mai. Klukkan 11 þann dag vék hún aftur að fullu og
öllu fyrir Lurancy Vennum eftir að hafa kvatt ættingja og
Þareð „Mary“ hafði sagt Roff-hjónunum nákvæmlega fyrir
um timann, þegar breytingin yrði, voru Vennum-hjónin við-
stödd þegar Lurancy opnaði augun og kom til sjálfrar sín.
Sagði hún foreldrum sínum, að henni fyndist hún hafa verið
sofandi langan tíma, þótt henni hins vegar væri það ljóst, að
svo væri ekki.
Ýmsir læknar komu og rannsökuðu fyrirbrigði þetta frá
ýmsum hliðum, en hurfu á braut aftur jafn ráðlausir og furðu
lostnir yfir því sem þeir höfðu komizt að og aðrir. I júlí 1878