Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 99
RITST J ÓRARABB
177
Kvaran, ritstjóri Morguns og tJlfur Ragnarsson, læknir, forseti
SRFl, auk þess sem Halldór Haraldsson, píanóleikari, flutti
hugljúfa og fagra ónlist. — Á fundinum í desember flutti Sveinn
Ólafsson, varaforseti SRFl erindi um sænska vísindamanninn
og sjáandann Emanuel Swedenborg, en Halldór Haraldsson lék
einleik á píanó. - Voru erindi þessi öll hin fróðlegustu og fund-
imir vel heppnaðir, að þvi undanteknu að á desember-fundin-
um hamlaði slæmt veður fundarsókn.
Stjóm SRFl vill hvetja félagsfólks almennt til að sækja fundi
félagsins vel, þar sem þar er góða fræðslu að hafa um mál-
efnið, sem fólk má sízt án vera, auk þess sem það er að sjálf-
sögðu hvatning til starfs fyrir forráðamenn, að sjá að félags-
fólk metur viðleitni þeirra til aukinnar fræðslustarfsemi með
þvi að sækja almenna fundi félagsins vel.
r . Miðilsstarfsemi á vegum félagsins hefur ver-
Miðilsstartsemi
á vegum SRFl.
ið nokkur á þessu ári og fer vaxandi.
Brezki lækningamiðillinn Joan Reid hefur
komið til landsins oft á þessu ári og unnið hér mikið og gagn-
legt starf. Hefur aðsókn til frúarinnar verið mikil, svo heim-
sóknum hennar var fjölgað af þeim sökum í því augnamiði að
reyna að anna hinum miklu þörfum, sem fyrir hendi eru fyrir
þjónustu af þessu tagi. - Frúin hefur nú í síðustu heimsókn,
sem enn stendur yfir þegar þetta er ritað, verið hér sem næst
tvo mánuði. - Hefur hún haldið fundi bæði hér i Reykjavík og
í Keflavík, en einnig á Selfossi. - Félagið væntir sér hins bezta
af starfi frúarinnar og vonast til þess, að framhald verði á hinu
merka starfi hennar hér í þágu félagsins.
Þá kom hingað til landsins á s.l. sumri hinn merki brezki
miðill frú Katheleen St. George og dvaldist hún hér um mán-
aðartíma. Hélt hún aðallega einkafundi, en einnig hafði hún
skyggnilýsingar í fundarsal félagsins að Garðastræti 8. — Þóttu
fundir frúarinnar almennt hinir athyglisverðustu, þótt hins-
vegar gætti nokkurra erfiðleika, sökum þess að túlkun á fund-
um af erlendu tungumáli fyrir þá sem ekki skilja enska tungu,
er miklum örðugleikum og takmörkunum háð, svo vart er við
því að búast að allt komist til skila með réttum eða fullkomn-
12