Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 48
126
MORGUNN
konar og æðri þekkingu að halda, vizku af þeirri tegund, sem
spámenn og vitranamenn allra alda hafa miðlað mannkym.
En. hvað er á vitrunum að byggja? Eru þær ekki helgisögur
og hégiljur, glapskynjanir og hrærigrautur taumlauss ímynd-
unarafls, sem engar reiður er að henda á, og engan veruleika
hafa að baki?
Svo fast og lengi trúðu efnisvísindamenn þessu á seinni öld-
rnn, að engum datt í hug að gefa málinu minnsta gaum. Þeir
beinlínis töldu það víst, án nokkurrar rannsóknar, að allar
sögur af undramönnum væri hjátrúarfullur uppspuni, sem
ekki tæki tali, hvað þá athugun, og eimir enn eftir af þessum
hleypidómum hjá býsna mörgum. Þó eru nú liðin 85 ár síðan
Sálarrannsóknafélagið brezka var stofnað af áhugamönnum,
sem naumast var hægt að líta á sem hjátrúarmenn, því að
meðal forystumanna þess hafa verið ýmsir helztu vísindamenn
Breta, sem jafnframt hafa verið brautryðjendur í efnisvísind-
um: miklir heimspekingar, stærðfræðingar, efnafræðingar og
eðlisfræðingar. Enn fremur lærdómsmenn í klassiskmn fræð-
um. Hefur þetta félag gefið út rit með fjöldamörgum vottfest-
um skýrslmn um óvenjulegar eða yfirvenjulegar (paranormal)
skynjanir, sem enginn kann skýringu á. Hafa þessir dularfullu
hæfileikar mannssálarinnar stundmn verið táknaðir með vis-
indaheitinu Psi, sem er tuttugasti og þriðji bókstafurinn í
griska stafrófinu, eða með stöfunum ESP, sem er stytting á
orðasambandinu: extra-sensory perception, sem íslenzkað hef-
ur verið með: „yfimáttúrleg skynjun“ eða „fjarvísi“. Meðal
fslendinga hefur mikið borið á þess konar gáfum frá land-
námsöld, og hafa þær almennt verið kallaðar skyggni eða
ófreskigáfur, Einnig mætti kalla þetta „hugskynjanir“, því að
hér er um beina þekkingu að ræða, sem ekki virðist bundin
neinum þeim skilningarvitum, sem mönnum eru kunn. Undir
þetta heyra ýmisleg óvenjuleg fyrirbrigði vitundarlífsins eins
og: dulskyggni, fjarskyggni, hlutskyggni, hugboð, forspár o. s.
frv. Halda sumir, að einhverjar tegundir þessara skynjana
kunni að leynast með dýrum og hafi verið algengari í bemsku