Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 34
112
MORGUNN
enn hafa ekki átt sér stað. Og fortíSarskynjun sams konar vit-
und um liðna atburði.
Hér verður gert að umtalsefni mál, þar sem framsýn veldur
allri atburðarásinni. Þetta mál má heita sígilt fyrir spíritism-
ann, því höfuðpersónan í því er miðill. Sýnir það ljóslega,
hvemig það getur jafnvel verið stórhættulegt fyrir ófreska
manneskju að sýna dulræna hæfileika í þjóðfélagi þar sem
dómsvaldið er starblint af efnishyggju og vanþekkingu á dul-
rænum fyrirbærum.
Það gerðist hjá frændum okkar Norðmönnum fyrir um 37
árum eða nánar tiltekið árið 1934. Maður er nefndur Thorstein
(eða Þorsteinn) Wereide og var hann prófessor emeritus í eðl-
isfræði við Óslóarháskóla og jafnframt forseti norska sálar-
rannsóknafélagsins, þegar þessir atburðir gerðust. Er hann
heimildarmaður minn mn það, sem nú verður skýrt frá.
1 októbermánuði árið 1934 gerðist það i Ósló í Noregi, að
fyrir var tekið mál réttvísinnar gegn frú Ingeborg Köber, sem
ákærð var fyrir morð. Var hún sökuð um að hafa drekkt föður
sínum þann 8. ágúst 1934, þegar hann var að synda í sjónum
við Hankö fyrir sunnan Ósló. Prófessor Wereide þekkti frú
Köber. Hann hafði kynnzt henni í sambandi við störf hennar
sem miðils, og sökum áhuga prófessorsins á sálarrannsóknum.
Hún var eitt f jögurra barna manns að nafni Dahl, en hann var
mjög mikils metinn dómari, sem bjó í Frederikstad, nálægt
Ósló. Með Ingeborg höfðu þróazt miðilshæfileikar eftir lát
elzta bróður hennar, Ludvigs, en hann lézt árið 1919.
En svo undarlega og óheillavænlega vildi til, að það voru
einmitt miðilshæfileikar frú Köber, sem óbeint leiddu til morð-
ákærunnar gegn henni. En annars átti ástæðan til morðákær-
unnar á hendur henni beint rætur sínar að rekja til þeirra,
sem af þrákelkni neituðu að trúa á það, að sálræn fyrirbæri
gætu yfirleitt gerzt. Þannig var mál með vexti, að hún hafði
sagt fyrir dauða föður síns mörgum mánuðum áður en hann
átti sér stað, og það margsinnis, enda þótt henni sjálfri væri
ókunnugt um þessar spár sínar.