Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 67
SÁLFARIR
145
Þegar klerkur hafði hlustað á nokkur samtöl Lurancy við
ósýnilegar verur, komst hann að þeirri niðurstöðu, að barmð
væri geðveikt. Tók hann þegar að sér að gangast í þvi að koma
barninu á eitthvert geðveikrahæli, sem vildi taka við því.
Eins og nærri má geta, bárust sögumar um þessi dularfullu
leiðsludá Lurancy Vennum og samtöl hennar við svokallaða
engla eins og eldur í sinu um allt nágrennið, og barst sagan
loks til herra Roffs og konu hans og minnti þetta hjónin þeg-
ar á sumt af því, sem hafði hent dóttur þeirra Mary, mörg-
um árum áður. Hún hafði líka fengið flog og fallið í dá og
tautað um undarlegar bjartar verur, sem hún virtist vera að
ræða við. Var Lurancy Vennum á sörnu leiðum?
Samkvæmt ráðleggingum Roff-hjónanna frestuðu Vennum-
hjónin því að senda Lurancy á geðveikrahæli. Þess í stað fóru
þau að ráðum Roff-hjóna og kölluðu á E. W. Stevens lækni
frá Jamesville, Wisconsin. Kom læknirinn þami 31. janúar
1878 og sat Lurancy þá í mggustól við ofninn og starði ofan í
gólfið. Þegar Stevens læknir nálgaðist, sneri hún stólnum
snöggt við, til þess að horfa framan í hann, og varaði hann við
því að koma nálægt sér.
, Læknirinn settist nú niður til þess að ræða
vatrm oBan. fore^ra stúlkunnar og herra Roff, sem
einnig var viðstaddur og reyndar gamall vinur læknisins. —
Röbbuðu þau í hálfa klukkustund um sitt af hverju, sem ekki
ekki snerti að neinu veikindi telpunnar. Þá sneri læknir sér
allt í einu að henni og sagði: „Ég held ég hafi ekki hittt yður
áður, unga mær. Hvað heitið þér?“
Lurancy svaraði af bragði: „Katrín Hogan.“
Nánara spurð um þetta, svaraði hún, að Katrín þessi Ho-
gan væri sextíu og þriggja ára gömul og hefði komið frá
Þýzkalandi þrem dögum áður „gegn um loftið“. Hve lengi ætl-
aði hún að vera kyrr? 1 þrjár vikur.
Þannig rakti læknirinn smám saman gamimar úr Lurancy
næsta klukkutímann með spumingum, og virtist hún fara að
treysta honum. Hitt fólkið fylgdist þögult með því sem fram
fór. Allt í einu stóð hún upp úr stólnum og féll fram fyrir sig,
10