Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 6
84
MORGUNN
það almennt kunnugt, þá hefin- ýmislegt gerzt eftir að Kristur
dó á krossinum og reis aftur upp á þriðja degi, sem er beint
tengt við líf hans og kenningu, með svo merkileginn hætti, að
það varðar heiminn raunverulega miklu, að það verði mann-
kyni kunnugt og ljóst. Kristur gaf sjálfur fyrirheit tnn það, að
hann myndi koma aftur „að dæma lifendur og dauða“. — 1
opinberun Jóhannesar eru þessi fyrirheit endurtekin og þeim
gefið ennþá greinilegra innihald og merking. Tal Opinberunar-
bókarinnar er hinsvegar svo dularfullt og hjúpað svo miklum
leyndardómi, að mannkyninu hefur ekki tekizt til neinnar hlít-
ar að ráða í þær dularrúnir og hið torráðna myndræna tal, sem
þar er á ferðinni. — Kynslóðirnar hafa þannig af eðlilegum
ástæðum staðið ráðþrota gagnvart leyndardómnum, og tilgát-
umar um ráðningar þannig byggzt á fullyrðingum, sem eng-
an stað var hægt að finna með neinum óyggjandi rökum, eða
með öðrum orðum, verið byggðar á meiri eða minni mis-
skilningi.
Áður en lengra er haldið skal nú aðeins litið til annarra átta.
— Oft vill svo reynast, að það, sem ekki liggur of nærri, eða
a. m. k. nokkuð fjær í tímanum, verður oss mönnum ljósara,
að því er varðar stærð og gildi sérstæðra persónuleika, en það
er nær stendur. — Þessu lýsir máltækið Fjarlœgðin gerir fjöll-
in blá all greinilega, þótt venjulega sé það notað í nokkuð öðr-
um skilningi. Þá er það einnig oft svo, að þegar fimbulhríð
stundarblindu samtíðarinnar slotar og hún þokar fyrir hreins-
unarafli tímans, þá standa eftir hin óbrotgjömu verðmæti, eins
og glóandi gull, því hann er hinn mikli prófsteinn, en þoka
samtíðarinnar skyggir aðeins á í bili.