Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 9
OPINBERANIR EMANUELS SWEDENBORG
87
vann hann ósleitilega að bættum vinnsluaðferðum og fann upp
og innleiddi margskyns nýjungar í tækni í námavinnslunni í
landinu. — Hann fann t. d. upp og teiknaði lokaðan járn-
bræðsluofn, en einmitt fyrir skömmu var slíkur ofn tekinn í
notkun i Bandaríkjunum, og þar talin vera ný uppfinning. —
Eru Swedenborg þakkaðar margvíslegar umbætur og uppfinn-
ingar á sviði námareksturs í Svíþjóð í sambandi við ráðgjafa-
starf hans við námaráðið í Stokkhólmi.
Afreh — álirif.
Það var almennt viðurkennt, hversu gegnumsmjúgandi gáf-
aður og hárskarpur hann var, og visindarit hans færðu honum
mikla frægð og aðdáun, bæði heima fyrir sem og erlendis, enda
varð hann kunningi og vinur margra hinna fremstu manna í
Evrópu á þeim tima, bæði á sviði vísinda og stjórnmála. — Var
hann i miklum metum hjá Karli XII. Svíakonungi og fjöl-
skyldu hans, en honum er jafnvel þakkað það, að orrustan við
Fredrikshall vannst árið 1718 fyrir verkfræðilegt snillibragð
hans við flutning stórra skipa um langan veg yfir fjöll og firn-
indi frá Stromstadt til Iddefjord, og var það drottningin sem
að konungi látnum veitti fjölskyldu Swedenhorgs aðalstign.
St jórn ntálnstörf.
Snemma tók Swedenborg sæti á Þjóðþinginu, sem aðalsmað-
ur, og átti hann sæti þar til æviloka. Naut hann þar óskoraðrar
virðingar og trausts, og voru álitsgerðir hans og tillögur þar
talið með því bezta er þar hefði komið fram. — Þá naut hann
þeirrar sérstöku virðingar, sem aðeins hinum hæfustu og vitr-
ustu mönnum hlotnaðist, að vera valinn í leyndarráð konungs-
ins. Kom þar að sjálfsögðu til vizka hans ásamt hinni framúr-
skarandi þekkingu hans á öllum sviðum. — Er framlag hans
á Þjóðþinginu talið hafa verið mjög áhrifamikið og þjóð hans
til hins mesta gagns, enda kom hann þar við sögu bæði í sam-
bandi við fjármál ríkisins ásamt margvíslegri löggjöf á ýms-
um sviðum, jafnvel allt fram til síðustu elliára sinna.