Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 51
GERARD CROISET OG HUGSKYNJANIR HANS
129
liann, þegar hann heilsaði honum: „Ég veit, herra, hvers vegna
þú komst ekki í skólann til að kenna okkur í gær. Þú fórst til
að finna unga ljóshærða konu, sem var með rauða rós í barm-
inum. Þú ætlar að giftast henni“. Kennarinn féll í stafi af
undrun. Hann hafði einmitt fengið frí til að hitta unnustuna,
sem hann ætlaði að kvænast von bráðar. En hún hafði fest
rós í kjólinn sinn, er hún tók á móti honum, alveg eins og
drengurinn lýsti henni. En þetta gat hann ekki með nokkru
móti vitað.
Sérkennilegt er það um Croiset, að það er eins og samúð
hans með öðrum hafi örvandi áhrif á gáfur hans. Sérstaklega
snerta hann að þessu leyti atvik í lífi annarra, sem líkjast ein-
hverju, er fyrir hann sjálfan hefur komið. Ávallt hefur hann
t. d. haft mikla samúð men mönnum, sem fatlaðir eru á fæti
siðan hann sjálfur þjáðist af fótafjötri í bernsku, og á sama
hátt hafa menn veitt því athygli, að aldrei njóta hæfileikar
hans sín betur en þegar hann er beðinn að vísa á drukknuð
börn eða lýsa atvikum að drukknun þeirra. En þegar hann
var átta ára var honum með naumindum bjargað frá drukkn-
un og hafði það djúp áhrif á hann.
Nokkrum mánuðum seinna heyrði hann að maðurinn, sem
hafði bjargað honum, hefði dottið úr stiga og beðið bana. „Enn
hef ég ekki náð mér af þeim áhrifum, sem þessi fregn hafði á
mig“, sagði hann löngu seinna. „Ég hafði sektartilfinningu af
því, að hafa ekki getað verið til staðar til að hjálpa honum eins
og hann bjargaði mér, og fannst mér ég hafa brugðizt hon-
um“. Þannig er samúð hans og tilfinningar mikill spori á
löngun hans að leggja sig fram öðrum til hjálpar. Umhyggja
hans fyrir munaðarlausum börnum á eflaust á sama hátt ræt-
ur sínar að rekja til einstæðingsskapar hans í bernsku.
Frá hverjum
Þessa sögu sagði hann dr. Tenhaeff árið 1947,
hefur þú stolið ^ún skapgerð hans bísna vel:
. 9 „Þegar ég var tíu ára, átti ég heima í borg-
inni Middelburg í Zeelandfylki, ættborg
Roosevelt-fjölskyldunnar. Dag nokkurn langaði mig lífsins
ósköp til að fara í kvikmyndahús til að sjá Pola Negri, en átti
9