Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 58
136
MORGUNN
gerðist í desembermánuði árið 1945, þegar hann af forvitni
hlustaði á fyrirlestur sem dr. Tenhaeff flutti í skólahúsi einu í
Enschede. Fannst honum þá, að nú fyrst hefði líf sitt öðlazt
mark og mið og vissi, að þeim væri ætlað að starfa saman. Hon-
um fannst sem hann hefði alltaf beðið eftir þessari stund. Hing-
að til hefði líf hans verið þýðingarlaust. Nú var hann einráðinn
í að láta rannsaka hæfileika sina, vísindunum til ávinnings og
skilningsauka á hugskynjunum.
Dr. Tenhaeff hafði að vísu heyrt getið um Croiset, en aldrei
fyrr séð hann. Eftir fyrirlesturinn kom hann til Tenhaeffs,
sagði honum ýmislegt af ófreskigáfu sinni og bauðst til að láta
rannsaka sig. Snemma á árinu 1946 gekkst hann undir ýmis
próf og tilraunir, og varð Tenhaeff brátt ljóst, að meiri hæfi-
leika á þessu sviði hafði hann hvergi fundið.
Croiset var fús til allrar samvinnu og þótti sæmd að því að
látarannsaka hæfileika sína við þessa kunnu sálfræðistofnun.
Fyrir tilmæli dr. Tenhaeffs fluttist Croiset til Utrecht 1957, þar
sem fjöldamargar tilraunir voru gerðar með hann við háskól-
ann og árangur þeirra skráður og gerprófaður. Telur prófess-
orinn, að Croiset sé einn mesti undramaður sem hann hafi
nokkru sinni rannsakað, því að enda þótt honum bregðist
stöku sinnum bogalistin, einkum ef hann er þreyttur, séu þó
minni sveiflur á áreiðanleik hugskynjana hans en hann hafi
átt að venjast um nokkra sambærilega menn aðra. Geysimikið
efni og stórmerkilegt liggur fyrir hjá sálfræðistofnun háskól-
ans um hugsynjanir Croisets, sem vakið hefur undrun um all-
an heim.
Þó að þessir tveir menn séu óskaplíkir og stundum hafi kast-
azt í kekki með þeim, mun árangurinn af samvinnu þeirra
verða þessum vísindum ómetanlegur um langan aldur.
vinna. Þá hefur hann aðstoðað við að finna
týnd skjöl og hjálpað lædómsmönnum við að ákveða aldur og
átta sig á fomum handritum og listmunum.
öllum kemur saman um, að aldrei reyni Croiset að fiska eftir