Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 56
134
MORGUNN
laar, sá hann allt í einu meðal annars í huga sínum mynd af
þýzkum lögregluþjóni í grænum einkennisbúningi. Þóttist
hann þá þegar vita, að hann mundi verða handtekinn af naz-
istum, og bað Ketelaar að líta til með konu sinni og börnum.
Ketelaar og fleiri vinir hans ráðlögðu homnn að flýja. En
Croiset neitaði þvi og sagði: „Ég heyri innri rödd, sem segir:
Ekki að flýja af hólmi! Vertu kyrr í Hollandi og haltu áfram
að vinna verk þitt.“
Tveim vikum seinna kl. 5 að morgni handtók Gestapo Croi-
set á heimili hans. Ásamt mörgum öðrinn Hollendingum, að-
allega af Gyðingaættum, var hann sendur til Þýzkalands. Með-
an á ferðinni stóð, varð hann vitni að svo hrottalegri meðferð
stormsveitarmanna á föngunum, að hann hálftrylltist og vildi
verja hendur sínar. En aðrir fangar hindruðu hann í þessu, og
sögðu að honum væri dauðinn vís, ef hann sýndi mótspyrnu.
Árið 1943 var Croiset leystur úr fangabúðum Þjóðverja af ein-
hverjum dularfullum ástæðum og kom hann þá aftur til En-
schede. Hafði hann skilríki í höndum um það, að kona hans
væri ekki Gyðingaættar og einnig höfðu vinir hans útvegað
honum fölsuð bréf um, að móðir hans hefði ekki verið Gyðinga-
ættar, í von mn að nazistar yrðu honum ekki eins þxmgir í
skauti í framtíðinni.
Enda þótt Croiset tæki ekki beinan þátt í „neðanjarðarhreyf-
ingunni“ hollenzku, hjálpaði hann þó á margvíslegan hátt með
skyggnihæfileikum sínum. Eitt sinn er hann gekk fram hjá
húsi nokkru, fékk hann hugboð um að Gyðingar, sem þar voru
faldir, væru í yfirvofandi hættu. Hann sagði að Þjóðverjar
mundu hrátt gera árás á húsið. Gerði hann kunningjum sín-
um í neðanjarðarhreyfingunni viðvart um þetta, svo að þegar
nazistar réðust á húsið skömmu seinna, höfðu Gyðingamir
verið fluttir á öruggari stað. Hinn 17. október 1943 var Croiset
aftur handtekinn af nazistum, þó ekki fyrir að vera Gyðingur,
heldur var hann sendur með þúsundum annarra Hollendinga
til að þræla í vinnubúðum Þjóðverja og varð að þola hina
verstu meðferð. Nokkrum mánuðum seinna var hann þó aftur
látinn laus án nokkurra útskýringa. Eitt sinn er hann var að