Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 90
168
MORGUNN
Henni er illa við að koma með hrakspár og fæst ekki til að
vara fólk við yfirvofandi hættu, nema hún trúi því, að hægt sé
að forðast hana. Eins og nærri má geta, tók hún það nærri sér,
að engum skyldi koma til hugar að taka mark á viðvörun henn-
ar um árásina á Kennedy forseta. „Ó, hvað ég vildi, að ég hefði
haft rangt fyrir mér,“ sagði hún við blaðamanninn Anderson
frá Parade.
. Og þá er hér að lokum annað. Er það mögu-
f ?rS<^,nn legt, að Kennedy sjálfur hafi haft hugboð um
eig sina. yfirvofandi dauða sinn?
Blaðafulltrúinn Drew Pearson hefur skrifað, að rúmu ári áð-
ur en forsetinn var skotinn, hafi hann átt mjög einslegar sam-
ræður við atvinnumálaráðherra sinn Arthur Goldberg, um
það leyti sem Felix Frankfurter vék fyrir aldurs sakir úr hæsta-
rétti. Kennedy hafði boðið Goldberg hæstaréttardómarastöð-
una, þótt honum „bersýnilega hafi þótt mjög fyrir því, að
missa hann sem atvinnumálaráðherra," segir Pearson.
Við Goldberg sagði forsetinn: „Það er eins og að höggva af
sér hægri hönd, að láta þig fara.“ Goldberg svaraði, að hann
væri alfús til þess að vera áfram atvinnumálaráðherra, þang-
að til önnur dómarastaða losnaði. „Enda átt þú sennilega eftir
að útnefna meirihluta þessara dómara, eftir því sem stöður
þeirra losna, áður en þú ert allur,“ á Goldberg að hafa sagt.
Og Pearson segir að loktrm:
„En forsetinn féllst ekki á þetta. Hann leit undan Goldberg
og horfði út um gluggann; hann sagði: „Ég er ekki viss um, að
annað tækifæri gefist.“
Síðan bætti hann við eftir nokkra þögn: „Og þú verður hér
löngu eftir að ég er farinn.“
Á svipaðan hátt lét Hearst fréttamiðstöðin í Hyannis Port í
Massachussetts í ljós þá skoðun, að forsetinn hefði haft hug-
boð um að hann yrði skotinn. Sagði fréttastofan, að það hefði
verið siður fréttamanna, sem önnuðust fréttir frá Hvíta Hús-
inu á sumrin, að hlýða á messu á sama tíma og forsetinn. Sátu
þeir venjulega á bekk fyrir aftan bekk forsetans í kirkjunni.
Sumarið 1963 hlýddi forsetinn þama á messu eitt sinn ásamt