Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 92
170
MORGTJNN
eftir þetta fór Sigríður að Sviðholti með bróður sínum, er hann
fór í skóla. Var hún þar urn veturinn við nám. Þann vetur lét
Guðríður það á sér skiljast, að hún byggist við að eiga skammt
eftir ólifað. Og á laugardaginn fyrir páska fór hún í sparifötin
og sagði að sín mundi verða vitjað í dag. Það var svo að skilja,
að hún bjóst við að deyja um daginn. En er degi hallaði, og
hún var heil heilsu, sagði hún eins og við sjálfa sig: „Það verð-
ur þá ekki ég i þetta sinn; það verður annað hvort bamanna
minna.“ Þann dag drukknaði Steindór sonur hennar í Skerja-
firði. Var sóknarprestinmn séra Sigurði Thorarensen í Hraun-
gerði tilkynnt lát hans, en hann átti að segja foreldrum hans.
Þá er séra Sigurður kom að Oddgeirshólum þess erindis, var
Guðríður ekki við bæinn, hún hafði gengið á leið með vinkonu
sinni. Var sent eftir henni og sagt að prestur væri kominn. „Ég
veit erindi hans,“ segir hún og fer heim. Prestur kom á móti
henni á hlaðinu og vildi heilsa henni. En hún varð fyrri til
máls og spurði: „Hvort bamanna minna er dáið?“ Hann sagði
það væri Steindór. „Ég bjóst fremur við,“ sagði hún, „að það
væri Sigríður. Hún var heilsulítil. En það vissi ég, að ég var
búin að missa annað hvort þeirra“.
Stefán maður Guðríðar átti reiðhest hvítan að lit, fyrirtaks
gæðing. Þótti honum mjög vænt um hann, og Guðríði eigi síð-
ur. Þar kom, að honum þótti nauðsynlegt að hlífa Hvítingi við
og við. Samdi hann því við Rangæing einn um að selja sér
efnilegan fola og færa sér hann á tilteknum tíma. Þennan
samning gerði Stefán án vitundar Guðríðar. Mun hann hafa
hitt Rangæinginn á ferðalagi, því annars var hami vanur að
ráðgast við konu sína um hvaðeina. Þegar hann sagði henni
frá þessnm samningi, varð henni bilt við og bað hann að rifta
samningnum; sér segði þunglega hugur tun þessi kaup. Hann
vildi ekki fyrir nokkum mun ganga á bak orða sinna, og fór
hann ekki að ráðum hennar í þessu. En þetta var hið eina, sem
hann nokkm sinni gerði henni á móti skapi. Daginn sem von
var á folanum, hlakkaði Stefán mjög til að sjá hann og lét í
ljós óvenjulegt bráðlæti. Folinn kom á réttum tíma. Hann
var mjög fallegur, hvítur að lit, nema eymn og höfuðið að of-