Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 7
OPINBERANIR EMANÚELS SWEDENBORG
85
En þó þetta sé oft hin almenna regla, þá virðist samt svo sem
hinum kristna heimi samtíðarinnar hafi einmitt alvarlega sézt
yfir einn stórbrotinn og þýðingarmikiim anda, sem uppi var
fyrir ekki alllöngu siðan, eða á 17. og 18. öld. Þetta getur hins-
vegar sennilega stafað af því, hversu yfirlætislaus þessi óvið-
jafnanlegi maður var, þótt hann hafi áþreifanlega sannað með
því, sem eftir hann liggur, hversu hann hefur gnæft yfir sam-
tið sína i andlegum efnum, og auk þess haft stóru hlutverki að
gegna í sambandi við hina kristnu kenningu og andleg mál
mannkynsins í heild. Þessi maður er heimspekingurinn, vís-
indamaðurinn og verkfræðingurinn Emanuel Swedenborg.
Vppruni Stvedenborgs.
Þessi merkilegi maður er fæddur í Svíþjóð fyrir tæpum þrjii
hundruð árum, nánar til tekið 29. janúar 1688 í Stokkhólmi.
Faðir hans var dr. Jasper Swedberg, prófessor í guðfræði við
háskólann i Uppsölum og síðar biskup i Skara. Á æskuheimili
hans ríkti andi einlægrar trúarlotningar, trúrækni og virðingar
fyrir dyggðugu lifemi, er faðirinn sem prestur lagði rikari
áherzlu á en flestir samtíðarmenn hinnar sænsku kirkju. Hann
var lærdóms- og umbótamaður, og skörungur í andlegum mál-
um þjóðar sinnar og stóð oft styrr um hann og kenningar hans.
Fjölskyldan var síðar öðluð og hlaut þá breytt nafn, í samræmi
við breytta þjóðfélagsstöðu. Varð nafn hennar upp frá því
Swedenborg, en undir því nafni er Emanuel Swedenborg
þekktur, sem visindamaður, heimspekingur, verkfræðingur og
sjáandi.
Menntun - vísindai&kanir.
Ungur að árum var Emanuel Swedenborg settur til mennta
og útskrifaðist árið 1710 sem verkfræðingur frá háskólanum í
Uppsölum, með mikliun glæsibrag. Er ferill hans allm’, í and-
legum sem og vísindalegum efnum, svo einstæður og glæsileg-
ur, að hann hlaut af samtíð sinni viðurkenningu sem einn af
mikilhæfustu hugsuðum og vísindamönnum, er þá voru uppi.
Hafði hann sterk áhrif á marga stærstu og áhrifamestu and-