Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 71
SÁLFARIR
149
ingjum hinnar síðarnefndu og vinum. öll skapgerð stúlkunn-
ar, hegðun og háttemi var í nákvæmu samræmi við einkenni
hinnar látnu raunverulegu Mary Roff, sem þessi stúlka hafði
þó aldrei kynnzt, eins og sýnt var fram á hér að framan.
Þegar frú Roff til dæmis tók fram bréfaöskjuna, sem minnzt
var á, seildist stúlkan ofan í hana og dró þar fram dálitla háls-
festi, sem hún sagði frú Roff að hún hefði haft um hálsinn eitt
sinn, þegar hún var lítil telpa, af því hún var að fara í boð.
Þetta var hverju orði sannara. Þegar frú Roff spurði hana,
hvort hún gæti munað hvenær þau hefðu flutt til Texas (en
það var 1857, þegar stúlkan var 11 ára), svaraði stúlkan um
hæl, að hún myndi það mjög vel, og sérstaklega, að hún sá
Indíána meðfram Rauðá, og að hún lék sér við litlu dætumar
hennar frú Reeders, sem voru samferðafólk fjölskyldunnar.
Allt var þetta rétt. Þá lýsti hún einnig ættingjum, sem liöfðu
dáið síðan Mary Roff lézt, og bar réttilega kennsl á myndir,
nöfn og ætterni vina Roff-fjölskyldunnar. Þegar frú Roff lagði
fram svokallaða kollhúfu, sem hin raunvemlega Mary hafði
átt, tók Lurancy hana þegar upp og sagðist kannast við hana,
þvi hún hefði haft hana á kollinum, þegar hárið á henni var
klippt stutt eftir alvarleg veikindi. Eitt af því furðulega sem
hún gerði, var að lýsa ítarlega í smáatriðum jarðarför Mary
Roff, og rifjaði í því sambandi upp smáatvik, sem gerðist í
herbergi frú Roff rétt fyrir athöfnina. Einu manneskjurnar
sem viðstaddar vom, þegar það gerðist, voru foreldrar hinnar
látnu stúlku, og þeir höfðu aldrei minnzt á þetta við nokk-
um mann.
Og þannig héldu þessi furðulegu fyrirbæri áfram að gerast
dag eftir dag og viku eftir viku. Að lokum þóttust Roff-hjónin
sannfærð um, að stúlkan, sem þau þekktu undir nafninu
Lurancy Vennum hefði með einhverjum óskiljanlegum hætti
vikið fyrir dóttur þeirra, sem dáin var fyrir mörgum árum.
Stevens læknir var nú orðinn ýmsu vanur í sambandi við
þessi fyrirbæri, en þó brá honum í brún, þegar Lurancy dag
einn spurði hann hvort hann kærði sig um að fá fregnir af
dóttur sinni Emmu. Þegar læknirinn var búinn að ná sér eftir