Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 106
184
MORGUNN
ingum gegn um ákveðinn miðil. En hafi framliðnir læknar
starfað að lækningum gegn um Cayce, þá hefur það verið stór
hópur færstu sérfræðinga, því ekki er kunnugt um neinn
lækni, sem uppi hefur verið og búið hefur yfir annari eins
þekkingu á hinum fjölþættustu sviðum læknisfræðinnar og
fram kom í ráðleggingum Cayces í dásvefni. Hann læknaði
þúsundir manna, sem færustu sérfræðingar höfðu algerlega
gefizt upp á að lækna og reyndist þeim algjörlega um megn að
útskýra þessar dularfullu lækningar, sem hver einasti maður
gat þó gengið úr skugga um.
Edgar Cayce sagði fyrir siðari heimsstyrjöldina, sá fyrir
jarðskjálfta og náttúruhamfarir, eins og að eyjar mundu rísa úr
hafi (er Surtsey gott dæmi þess). Hafa ýmsir þessara spódóma
þegar rætzt. En Cavce spáði stórkostlegum jarðbyltingum á
tímabilinu frá 1958—1998, þar á meðal hvorki meira né minna
en eyðingu New Yorkborgar, Los Angeles og San Francisco.
Við nýjustu jarðskjálftarannsóknir i San Francisco hafa komið
í ljós vaxandi hkur til þess að þessi ógnarspá þurfi ekki að vera
neinn hugarburður.
Annars eru allir spádómar Cayces óvenjulega vel vottfestir
og aðgengilegir, því þeir voru hraðritaðir jafnóðum og eru
varðveittir í skjalasafni stofnunar, sem helgar sig rannsókn á
þeim og útbreiðslu á ýmsum kenningum hins látna dulspek-
ings. Þessir skráðu spádómar eru samtals 14.249, en dálestrar
hans er talið að hafi verið um 16.000.
Bók þessi, sem á frummálinu ber nafnið Edgar Cayce — The
Sleeping Prophet er ákaflega forvitnileg fyrir þá, sem áhuga
hafa á dulrænum fyrirbærum og reyndar hvern hugsandi
mann. Hér er saman komið feiknamikið efni, sem hlýtur að
vekja hvern lesanda til umhugsunar um ótrúlega hæfileika
mannssálarinnar og tilgang lífsins yfirleitt. Bók þessi mun
hafa orðið metsölubók í Bandaríkjunum og er það skiljanlegt.
En ekki stafar það þó af því, að hún sé sérstaklega vel skrifuð.
Hún er ekki vel skipulögð efnislega, dálítill blaðamennskublær
á þessu mikla staðreyndasafni. Ekki verður höfundi þó kennt
um að ýmislegt er nokkuð flausturslegt í sambandi við þessa