Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 37
OPINBER OFSÓKN
115
Þegar orðrómurinn um miðilshæfileika frú Köber tók að
breiðast út, voru gerðar aðrar tilraunir. Þannig kom oft fyrir,
að fólk sendi frá útlöndum innsiglað bréf til Dahls dómara.
Á miðilsfundi var svo slíkt bréf sett á borðið, sem fundarmenn
og miðillinn söfnuðust um. Á fundinum taldi Ludvig svo —
gegn um miðilinn upp ýmsar tölur, sem voru skrifaðar niður.
Því næst voru þessar tölur, ásamt óopnuðu bréfinu, sendar
aftur til sendanda. Með því svo að breyta tölunum í bókstafi
stafrófsins, kom skiljanlegt svar út úr þvi - svar við innihaldi
bréfsins, sem eins og áður var sagt, var aldrei opnað.
f öðrum tilraunum gat Ingeborg skrifað bréf frá látnu fólki
með rithönd þess. Ein hin athyglisverðasta þessara tilrauna
fór fram þann 19. desember 1926. Þá skrifaði Ingeborg tvö
bréf samtimis; annað með hægri hendi, hitt með vinstri. Ekki
horfði hún á bréfsefnið, sem hún skrifaði á, en hélt á meðan
uppi fjörugum samræðum við stjórnanda sinn, Ludvig. Bréf
þessi voru hvort með sinni rithönd og mismunandi utanáskrift.
Þá kom það einnig fyrir, að hlutir birtust. Eitt skipti birtist
pappirsörk í tómum lófa Ingeborg. Þegar örkin var athuguð,
kom í Ijós, að á hana voru skrifaðar athugasemdir með rit-
hönd Ludvigs, en hann hafði á háskólaárum sínum lagt stund
á enskar bókmenntir. Að því er Ludvig sagði — talaði gegn um
systur sína - þá voru þetta athugasemdir, sem hann hafði
skráð hjá sér i fyrmefndu námi.
Á jólum 1929 vom að meðtöldum Dahl dómara saman
komnir fimm úr fjölskyldu hans heima hjá honum. Var þeim
sagt gegn um Ingeborg, sem var í svefntransi, að þau skyldu
útvega silfurpappír i tilraun. Þegar Ingeborg komst í vökudá,
sagði stjómandinn henni og Dahl dómara að taka pappírinn
og halda honum útbreiddum á milli sín — halda með hvorri
hendi í sitt hornið. Þau gerðu það. Að nokkmm tima liðnum
skýrði dómarinn svo frá, að honum fyndist sem rafstraumur
færi um sig frá öxl og niður í gegmun hendumar. Á sama
andartaki birtist þykkur jarpur hárlokkur á miðjum pappírn-
um. Fundarmönnum, sem stóðu í kring, var ráðlagt að snerta
hann ekki fyrst um sinn, heldur biða um stund, annars mundi