Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 49
GERARD CROISET OG HUGSKYNJANIR HANS
127
mannkynsins, en séu nú á hverfanda hveli. En eins sennilegt
er hitt, að hér kunni að vera um að ræða visi að nýjum skiln-
ingarvitum, sem eiga eftir að þroskast og varpa alveg nýju
ljósi yfir tilveruna. Margar eyður eru enn í þekkmgu vora, og
engin viðhlítandi skýring hefur enn fengizt á fyrirbrigðum
eins og t. d. berdreymi, dáleiðslu, miðilssvefni, flutningafyrir-
hærum, reimleikum og ýmsu öðru sem margföld reynsla er
fyrir, þó að efnisvísindamenn hafi lítt fengizt til að gefa því
nokkurn gaum.
Frá því uni 1930 hefur þó sálfræðingur að nafni Joseph
Banks Rhine gert umfangsmiklar tilraunir við Dukeháskól-
ann í Durliam í Bandaríkjunum með ýmsa miðla og sálrænt
fólk til að sanna án alls efa, að slík skynjun, sem hér hefur
verið drepið á, eigi sér stað. Voru þessar tilraunir fyrst litnar
hornauga og hæðzt að þeim, en nú mun svo komið, að allir,
sem fást til að kynna sér málið nánar, munu viðurkenna að
þessir hæfileikar eigi sér stað, enda hafa verið stofnaðar rann-
sóknadeildir við fleiri háskóla hæði í Ameriku og Evrópu, sem
einkum fást við rannsókn dularfullra fyrirbrigða og hug-
skynjana.
Einn þessara háskóla er háskólinn í Utrecht á Hollandi, þar
sem dr. Tenhaeff hefur veitt sálfræðistofnuninni forstöðu. Er
hann ef til vill fremsti dulsálarfræðingur, sem nú er uppi og
hefur hann um rúmlega tuttugu ára bil, eða frá 1946 gert
margvíslegar athuganir á skyggnigáfu manns, er heitir Gerard
Croiset, sem liklega er einhver skyggnasti maður, sem nú er
uppi. Hafa hæfileikar hans vakið feiknamikla athygli ekki að-
eins i Hollandi heldur og i mörgum löndum Evrópu og í
Bandaríkjunum og víðar. Verður nú sagt nokkuð gerr frá
imdramanni þessum, sem kallaður hefur verið maðurinn með
radar-heilann.
Gerard Croiset (frb: Kroah-zeht) var fæddur
10. marz 1909 í smábænum Laren í Norður-
Hollandi. Foreldrar hans vom af Gyðinga-
ættum og var faðir hans Hyman Croiset alkunnur leikari og
Æska og upp-
vöxtur.