Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 84
162
MORGUNN
ferðir og endurskoðunar til hinna ýmsu deilda þess úti á landi.
Ferðir þessar fór hann á sumrin og hafði annazt eftirlitsstarf
sitt í mörg ár og aldrei orðið var við neitt óvenjulegt á ferða-
lögum sínum.
Þá ber svo til eitt sumarið á leið norður, að það tekur að
sækja á hann afarsterk löngun til þess að snúa við og halda
aftur heim til Reykjavíkur. Hann skilur vitanlega ekkert í
þessari tilfinningu og hristir þetta af sér, þvi hann veit, að
hann getur ekki gert húshændum sínum nokkra grein fyrir
svo undarlegri hegðan. Hann heldur þvi áfram ferð sinni þar
til hann nær áfangastað sínum fyrir norðan. En ekki losnar
hann við einhverja kvíðatilfinningu, sem kallar hann heim,
og finnst honum einhvern veginn að þetta standi í sambandi
við eitthvað voveiflegt, sem gerzt hafi fyrir sunnan. Þessi til-
finning ágerist þennan fyrsta dag, sem hann starfar fyrir norð-
an, og um kvöldið getur hann ekki stillt sig lengur og hringir
heim til konu sinnar. Hún svarar honum sjálf og verður mjög
undrandi, þegar hann spyr hvort nokkuð sé að. Fullvissar hún
mann sinn um það, að allt sé i stakasta lagi. Léttir honum tals-
vert við þetta og kveður konu sína ástúðlega. En engu að síður
losnar hann ekki undan kvíðafarginu þegar liann háttar um
kvöldið. Ekki er mér kunnugt um það, hvort honum varð
svefnsamt um nóttina, en svo mikið er víst, að hann hringdi
aftur suður strax morguninn eftir. Nú kom dóttir hans í sím-
ann og sagði honum, að kunningjafólk hefði komið um morg-
uninn og sótt móður sína.
Víkur nú sögunni að konunni. Henni er boðið inn til kunn-
ingjafólks síns eins og til stóð. En ekki hefur hún þar lengi
dvalizt, þegar hún kennir lasleika, og var henni leyft að halla
sér á legubekk, því hún treystist ekki til þess að láta aka sér
heim, þótt það væri fúslega boðið. Þegar hún hefur legið þann-
ig nokkra stund, segir hún við vinkonu sina, sem hjá henni sat,
að nú sé hún skárri og tilbúin að láta aka sér heim. En um leið
strýkur hún hendinni um enni sér og hnígur útaf — látin.
Eiginmanninum var vitanlega tilkynnt látið þegar í stað og
hraðaði hann ferð sinni heim. Hann þóttist nú vita hvað hug-