Morgunn


Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 84

Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 84
162 MORGUNN ferðir og endurskoðunar til hinna ýmsu deilda þess úti á landi. Ferðir þessar fór hann á sumrin og hafði annazt eftirlitsstarf sitt í mörg ár og aldrei orðið var við neitt óvenjulegt á ferða- lögum sínum. Þá ber svo til eitt sumarið á leið norður, að það tekur að sækja á hann afarsterk löngun til þess að snúa við og halda aftur heim til Reykjavíkur. Hann skilur vitanlega ekkert í þessari tilfinningu og hristir þetta af sér, þvi hann veit, að hann getur ekki gert húshændum sínum nokkra grein fyrir svo undarlegri hegðan. Hann heldur þvi áfram ferð sinni þar til hann nær áfangastað sínum fyrir norðan. En ekki losnar hann við einhverja kvíðatilfinningu, sem kallar hann heim, og finnst honum einhvern veginn að þetta standi í sambandi við eitthvað voveiflegt, sem gerzt hafi fyrir sunnan. Þessi til- finning ágerist þennan fyrsta dag, sem hann starfar fyrir norð- an, og um kvöldið getur hann ekki stillt sig lengur og hringir heim til konu sinnar. Hún svarar honum sjálf og verður mjög undrandi, þegar hann spyr hvort nokkuð sé að. Fullvissar hún mann sinn um það, að allt sé i stakasta lagi. Léttir honum tals- vert við þetta og kveður konu sína ástúðlega. En engu að síður losnar hann ekki undan kvíðafarginu þegar liann háttar um kvöldið. Ekki er mér kunnugt um það, hvort honum varð svefnsamt um nóttina, en svo mikið er víst, að hann hringdi aftur suður strax morguninn eftir. Nú kom dóttir hans í sím- ann og sagði honum, að kunningjafólk hefði komið um morg- uninn og sótt móður sína. Víkur nú sögunni að konunni. Henni er boðið inn til kunn- ingjafólks síns eins og til stóð. En ekki hefur hún þar lengi dvalizt, þegar hún kennir lasleika, og var henni leyft að halla sér á legubekk, því hún treystist ekki til þess að láta aka sér heim, þótt það væri fúslega boðið. Þegar hún hefur legið þann- ig nokkra stund, segir hún við vinkonu sina, sem hjá henni sat, að nú sé hún skárri og tilbúin að láta aka sér heim. En um leið strýkur hún hendinni um enni sér og hnígur útaf — látin. Eiginmanninum var vitanlega tilkynnt látið þegar í stað og hraðaði hann ferð sinni heim. Hann þóttist nú vita hvað hug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.