Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 53
GERARD CROISET OG HUGSKYNJANIR HANS
131
að ég hefði mikla ástæðu til að halda, að sjúkdómur mannsins
stafaði af sálrænum orsökum og sendi hann sjúklinginn til sál-
fræðings og varð hann brátt albata.“
Þegar Gerard var 11 ára fór hann aftur til móður sinnar,
sem þá var skilin við föður hans og gift að nýju. Ekki samdi
honum við stjúpa sinn og hljóp hann brátt að heiman. Um
þrettán ára aldur hætti hann skólanámi og réðst til bónda
nokkurs sem matvinnungur. Ekki undi hann vel lífinu þar, en
þessi ár í sveitinni höfðu þó varanleg áhrif á hann.
Fór hann þá fyrst sem aðstoðarmaður á skrifstofu þar sem
hann hafði það verkefni ag leggja saman langar talnarunur.
Ekki þótti hann vera öruggur í samlagningunni og var því
brátt rekinn. Þá varð hann innanbúðarmaður og þótti hafa
litla hæfileika til afgreiðslustarfa. Var það segin saga, að hvar
sem hann var settur við afgreiðslustörf, þurru viðskiptin.
Mönnum stóð stuggur af þessum undarlega og eirðarlausa
unglingi. Loks komst hann þó að sem aðstoðarmaður við ný-
lenduvörubúð og tolldi þar nokkur ár.
_ . Árið 1934, þegar hann var tuttugu og fimm
ára gamall giftist Croiset unnustu sinni, sem
og gerist aup j1(^ Qerc]a |er Morsche, dóttir trésmiðs nokk-
aupnia ur. urs j bænum Enschede og höfðu þau verið
trúlofuð nokkur ár. Ári seinna fæddist elzti sonur þeirra, Hy-
man. Átti hann þá fullt í fangi með að sjá fyrir fjölskyldu
sinni af launum sínum, og til hvattur og með stuðningi tengda-
fólks sins stofnaði hann sjálfur matvörubúð í Enschede. En
ekki blessaðist það vel. Hann gat ekki neitað fátæku fólki um
vörulán, og þegar hann átti að fara að borga sínar eigin skuld-
ir, voru engir peningar til, og verzlunin fór á höfuðið. Þetta
féll honum svo illa, að hann fékk taugaáfall.
En meðan hann var í öngum sínum út af þessu varð hann
þess var, að dulargáfur hans fóru að vaxa. Skömmu eftir að
hann hafði misst matvörubúðina árið 1935 liitti hann af hend-
ingu gamlan kunningja sinn og viðskiptavin. Sá spurði hann,
hvað að honum gengi, og sagði Croiset honum af vandræðum