Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 86
164
MORGUNN
Forseti Bandarikja Norður-Ameríku,
Hvíta Húsinu,
Washington D.C.,
Bandarikjunum.
Kæri herra forseti.
1 skyggni-yfirliti minu yfir komandi viðburði, sem bar fyrirsögnina
„Vaknaðu, Bretland, hér kemur árið 1964“ og birtist nýlega i FATE AN-
NUAL, skrifaði ég eftirfarandi sem snerti yður:
„Forsetinn kann að eignast máttuga óvini meðal sinnar eigin þjóðar,
og ég tel engan veginn útilokað, að gerð verði tilraun til að ráða
hann af dögum eða enn verr fari, ef hann gætir ekki fyllstu var-
úðar. Hér kann hjól örlaganna að taka undarlega stefnu, því nú er
einmitt liðin öld síðan borgarastyrjöldin geysaði í öllum sínum ofsa.
Lincoln forseti var skotinn af vitfirringi í apríl 1865.
Ég er farinn að hafa þungar áhyggjur af öryggi yðar og leyfi mér, með
fullri virðingu, að hvetja yður eindregið til að styrkja lífvörð yðar, einkan-
lega þegar þér eruð staddur á götum úti eða öðrum opinberum stöðum.
Ég óska yður alls hins bezta,
og er, herra minn, yðar einlægur,
John Pendragon.
Og tæpum mánuði síðar var John F. Kennedy forseti Banda-
ríkjanna skotinn til bana, er hann ók í bifreið sinni um götur
Dallasborgar í Texasfylki.
Dularfulla
röddin.
Tuttugu mínútum áður en Kennedy forseti
var skotinn úr launsátri í Dallas þ. 22. nóv-
ember 1963, þá heyrðu símastúlkur hjá Al-
menna símafélaginu í Oxnard, Kalifomíu, undarlega kvan-
rödd í símanum, sem hvíslaði: „Forsetinn verður drepinn.“
Röddin var undarleg og erfitt að skilja hana. Persónan, sem
talaði, virtist vera í æsingi - hrædd. Hún sagði sitt hvað fleira,
en það var símastúlkunum óskiljanlegt.
Forstöðumaður Oxnard-deildar Almenna símafélagsins í
Kaliforníu tilkynnti þetta lögreglunni og bætti því við, að svo
hafi virzt, að þessi kona hafi óvart fengið samband við þessa
símamiðstöð, sennilega vegna þess að hún hafi stimplað rangt
numer.