Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 76
GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON:
SKILABOÐ
TIL HARALDAR BJÖRNSSONAR,
LEIKARA,
VETURINN 1965
1 nóvember veturinn 1965 lagðist ég til hvíldar seint um
kvöld á heimili mínu i Úthlið 12, Reykjavík. Hafði ég lesið
nokkra stund, lagt frá mér bókina og lagt aftur augun.
Varð ég þess þá var, að einhver vera stóð við hvílu mína og
gerði mér það skiljanlegt, að ég ætti að fylgja sér. Skipti það
engum togum, að ég, það er að segja mitt eigið sjálf, stóð aftan
við hviluna, og ég horfði á sjálfan mig og konu mína í rúminu.
Ég og fyrrgreind vera tókum á rás út úr húsinu, i gegnum
veggi þess, og stefndum við i suðurátt frá Reykjavik. í vitund
mína kom nafnið London, og vissi ég strax, að þangað mundi
ferðinni heitið.
Fátt eitt er mér minnisstætt á leiðinni til Bretlands, þar til
ég eygði bjarmann upp af Lundúnaborg. Hnitmiðuð virtist
mér stefna okkar ferðafélaganna og hraðinn mikill. Allt i
einu beindist athygli mín að stóru húsi. Héldum við að kjall-
aradyrum hússins og inn í gegnum þær lokaðar, inn eftir illa
lýstum gangi, sem lá til vinstri handar. Komum við þar að
öðrum dyrum og fórum sem fyrr í gegnum hurðina og geng-
um niður fáar tröppur.
Sá ég þar saman komnar 7 manneskjur. Athygli mín beind-
ist öll að einum karlmanni sérstaklega, sem lá í stórum hæg-
indastól, og var á skyrtunni með hana frá hneppta. Aðrir, sem
þarna voru viðstaddir, sátu í hring út frá manninum. Lítil
birta var þarna, og allir voru hljóðir. Snögglega byrjaði eitt-
hvað hvítt að streyma út úr manninum, sem i hægindastóln-
um sat, og flæddi þessi hvíta froða, sem mér virtist líkust