Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 97
HULDA S. HELGADÓTTIR
175
greinin“, endurtók Soffía. Hulda nefndi ekki hvar hún væri,
og þeim láðist að spyrja hana, „svo að nú veit enginn hvar hún
er“, bætti Soffia við. Svo sannfærð var Soffía um, að Hulda
hefði lokið við greinina, að tveim dögum síðar hringdi hún til
frú Elisabetar Linnet og hiður hana að fara til tJlfs Ragnars-
sonar læknis og spyrja hann, hvort hann geti sagt þeim hvar
greinin sé. Elísabet fer til Úlfs og skilar boðunum. Að þvi
búnu ætlar hún að fara. Þá kallar tJlfur:
„Biddu, Elisabet. Hún Hulda er hérna“.
Svo tekur hann lítið umslag og skrifar það, sem hann heyrir
Huldu segja:
„í skúffu undir skrifmöppu, lenti framhjá henni í leitinni.
Fara í gegnum þetta aftur“.
Greinin fannst eftir þessari tilvísun í sktifffunni undir
möppunni.
Þessi atburður ætti að verða ástvinum Huldu mikil huggun.
Hann er mjög alliyglisverður. Þótt framhaldslífið sé fyrir
löngu sannað, er ekki altítt að hinir látnu geti sannað tilveru
sína svona fljótt eftir burtförina. En að mínum dómi sýnir
þetta bezt hve vel Hulda var búin undir förina og hve andlega
þroskuð hún var.
Við Hulda ræddum oft um spíritismann. Báðar vorum við
sannfærðar um framhaldslífið, en okkur nægði það ekki. Báð-
ar vildum við vita hvert ferðinni væri heitið að loknu jarðlíf-
inu. Okkur kom saman um, að miðlarnir væru fremur fátal-
aðir um það, jafnvel Hafsteinn, sem þó er sennilega sterkasti
sannanamiðill, sem Island hefur átt, talar fátt um verustaði
látinna og verksvið þeirra.
Þakka liðnu stundirnar, kæra Hulda mín. Guð blessi þig.