Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 74
ER HÆGT AÐ FARA ÚR
LÍKAMANUM?
Síðastliðinn vetur birtist í hinu orðvara, kunna, brezka tima-
riti Nature merkileg skýrsla frá sálarrannsóknastofnun Oxford-
háskóla, en við hana starfa margir kunnir vísindamenn. Skýrsl-
an er til komin á þann hátt, að fyrir tveim árum lýsti forstöðu-
kona stofnunarinnar, Celia Green, eftir frásögnum frá fyrstu
hendi um reynslu fólks, sem farið hefði úr likama sínum. Þess-
ari beiðni svöruðu um 400 manns. Celia Green var mjög ánægð
með þessar undirtektir, og þá sérstaklega hve greinargóð svör-
in reyndust. Fólkið, sem skýrði frá þessrnn undarlegu fyrir-
bærum í lifi sinnu, virtist að öðru leyti vera ósköp venjulegar
manneskjur i ýmsum stéttum og stöðum í þjóðfélaginu. Það
sem hún taldi eftirtektarverðast við þessar skýrslur var það,
hve samhljóða þær reyndust. Fyrirbærin reyndust hafa sömu
grundvallareinkenni hjá öllu þessu fólki. Niðurstaðan var sú,
að það fyrirbæri að fara úr likamanum, væri miklu algeng-
ara en flestir hyggja. Forstöðukonan hefur nú í fórum sínum
um 1000 frásagnir um reynslu af þessu tagi.
Um þriðjungur þessara fyrirbæra áttu sér stað meðan við-
komandi var deyfður eða meðvitundarlaus af einhverjum
ástæðum. Aðrir telja sig hins vegar hafa farið úr líkamanum
meðan þeir voru á gangi, við garðyrkjustörf, sitjandi i strætis-
vögnum og við aðrar ólíklegustu aðstæður. Nokkur hluti fyrir-
bæranna átti sér stað í sambandi við hættuleg augnablik, bíl-
slys eða fjallgöngur.
Sameiginlegt mörgum frásögnunum er það, hve eðlilega
fólk hefur brugðizt við þessari reynslu. Flestir segjast hafa
varðveitt fyllilega andlegt jafnvægi sitt, skýra hugsun og hug-
arró meðan þeir horfðu á líkama sinn, en virtust sjálfir standa