Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 18
96
MORGUNN
arinnar er fyrir hann sjálfan; hvort hún er sársauki eða vel-
líðan. Swedenborg leggur jafnframt áherzlu á það, að hvort
maðurinn er þannig illur eða góður, kærleiksríkur eða sín-
gjam, hafi ákvarðandi áhrif á hvernig honum vegnar í heimi
andans.
Ábyrgö — siSfer&i.
Kenningar og útlistanir Swedenborgs, byggðar á vitrunum
hans, hafa vakið andlega hugsandi menn til enn alvarlegri
umhugsunar en áður um hina miklu ábyi'gð, sem hvílir á
hverjum og einum, um að vanda líf sitt og ástunda viðleitni til
dyggðugs og hreins lífernis í hvívetna. — Hinn frjálsi vilji
mannsins leggur honum á herðar ábyrgðina á eigin örlögum
um tíma og eilífð. Þar verður hver að skapa sér verðleikana
sjálfur og ávinna sér eigin sáluhjálp fyi'ir þá. — Fyrirfram
fyrirgefning glæpa og siðlauss lífernis fyrir friðþægingu Frels-
arans með píslardauða hans, - segir Swedenborg - samrýmist
ekki heilbrigðri skynsemi, og hver verður að svara fyrir sitt
eigið líf og hegðun, - enda verður maðurinn eftir dauðann
það, sem hann hefur gert sig með lífi sínu og hegðun hér á
jörðujörðu; að halda öðru fram, segir hann, er að gefa sig á
vald hinnar hörmulegustu villukenningar.
Uiif mikla lögmál.
Hér er þá komið að því, sem öll trúarbrögð lcenna eða fela í
sér með einu eða öðru móti. — Sælu og friðar er að leita í
meðalhófinu, hinum gullna meðalvegi, og öll lögmálin vísa
veginn til þessa, en viðleitnin verður að koma frá manninum
sjálfum, eigi hann að vænta nokkurrar uppskeru. Kristnr seg-
ir við manninn, að hann eigi að elska Drottin Guð sinn og ná-
ungann eins og sjálfan sig. — Áherzlan á að vera á „eins og“,
en það er hið veigamesta skilningsatriði, þvi annars missir
kenningin marks. — Hinn heilagi Buddha lagði áherzlu á lög-
mál meðalvegsins, og hann varaði við öfgunum tveim, annars
vegar, sjálfspyndingunni, en hins vegar leið munaðar og
nautna, því báðar fela þær í sér jafnvægisleysið. Og þetta er