Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 20
98
MORGUNN
bandi við byggingu og starfsemi heilans sem aðseturs sálar og
anda, hvernig honum væri skipt í deildir eftir starfssviðum o.
þ. h. — Þá voru skoðanir hans, að því er varðar líffræðilegt
hlutverk mænunnar, í samræmi við hugmyndir vorra tíma;
og hann mun hafa rennt grun í það, sem nútíma rannsóknir
hafa leitt í ljós um innrennsliskirtlakerfi líkamans. — Þá
stendur ennfremur í áðurgreindri alfræðabók: „Á miðjum
aldri yfirgaf Swedenborg svið visindaiðkananna, en sneri sér
þá einhliða að rannsókn sálfræðilegra og andlegra málefna. —
Siðar í lífinu skrifaði hann í bréfi til þýzka guðfræðingsins og
prestsins Oetinger, að hann hafi verið leiddur af Drottni sjálf-
um, fyrst til vísindaþekkingar, og þannig verið undirbúinn, frá
1710 til 1745, þar til himnarnir voru honum opnaðir; — að
áður en hann meðtók uppljómunina hafi hann hlotið undir-
búning og leiðsögn í draumi, en einnig fengið opinberanir í
sýnum, auk þess sem hann hafi heyrt í dulheym hinar undar-
legustu orðræður. — Samkvæmt hans eigin frásögn á Drott-
inn að hafa innblásið hann anda sínum, svo að hann mætti
flytja kenningar hinnar Nýju Kirkju, byggðar á opinberuðum
orðum Drottins sjálfs; Drottinn, sem hafi kallað hann til að
vinna þetta starf, hafi og opinberað honum sýn til hins and-
lega heims, og þannig leitt hann inn á hin huldu svið andlegrar
veraldar, leyft honum að sjá himnana og vitin, og að eiga sam-
ræður við engla og andaverur um langt árabil; en ekkert seg-
ist hann nokkru sinni hafa meðtekið um kenningar kirkjunn-
ar frá englum, heldur aðeins frá sjálfum Drottni, þá er hann
hafi lesið í Heilagri Ritningu.1 — Þar sem Swedenborg talar
um köllun sina á öðrum stað, segir hann hana í meginatriðum
i því fólgna, að opinbera hið andlega inntak eða merkingu
Orðsins. Árið 1747 lét hann af störfum sínum fyrir Náma-
ráðið i Stokkhólmi, tók þá upp nám sitt í hebresku á ný, og
hófst handa um hið mikla ritverk um útleggingu Heilagrar
Ritningar í ljósi hinnar nýju opinberunar um hið dulda inn-
tak. — Hann ferðaðist mikið í sambandi við ritverk sín og út-
1 tJr True Christian Religion no. 779.