Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 21
OPINBERANIR EMANUELS SWEDENBORG
99
gáfu þeirra. Hann lézt í Lundúnum 29. marz 1772 og var jarð-
settur í sænsku kirkjunni þar, en hinn 7. apríl 1908 voru jarð-
neskar leifar hans fluttar heim til Uppsala, samkvæmt ósk
sænsku stjórnarinnar, og komið fyrir i Dómkirkjunni þar, i
virðingarskyni við minningu hans.
Hin nýja kirkja — endurnýjun hinnar gömlu.
Um það verður ekki efazt, að Swedenborg hefur átt miklum
ástsældum að fagna víða um lönd meðal fjölmargra hinna
mætustu og mikilhæfustu manna, bæði i eigin samtið og siðar;
óyggjandi fjöldi dæma er þessu til staðfestingar. — Athygli
vert er það, hversu umhurðarlyndi og mildi leiðtoga kirkjunn-
ar fer vaxandi eftir hans daga, og hefur unnendum kenninga
hans ekki sýnzt ólíklegt, að þetta mætti nokkuð rekja til
óbeinna áhrifa kenninga hans á hugi leiðandi manna kirkjunn-
ar, þvi sennilega hafa flestir þeirra kynnzt þeim nokkuð, eink-
anlega er frá leið, og sumir til verulegrar hlítar; en hann
leggur í öllum sínum ritum einmitt megin áherzlu á kærleika
í verki sem hinn eina grundvöll og þungamiðju sannrar guðs-
trúar, og að annað sé villa og ónýt trú.
Aldrei gerði Swedenborg tilraun til að stofna um sig söfnuð,
né heldur að prédika. Hann trúði því, að meðlimir allra kirkna
og trúarbragða gætu tilheyrt hinni Nýju kirkju, án þess að
stofna sérstök samtök. — Þó mun þeirrar endurvakningar er
fólst í opinberunum hans hafa verið full þörf á hans tímum. —
1 riti um Swedenborg, eftir G. Berger segir um þetta: „Það er
almennt kunnugt, að kristið trúarlíf hefur aldrei sokkið jafn
djúpt og um 1700 og í byrjun átjándu aldar. 1 kaþólskum lönd-
um var andlegt lif, sem hafði nokkuð náð sér, og breytzt til
batnaðar eftir siðaskiptin, orðið aftur næsta útdautt, eða sem