Morgunn


Morgunn - 01.12.1971, Side 56

Morgunn - 01.12.1971, Side 56
134 MORGUNN laar, sá hann allt í einu meðal annars í huga sínum mynd af þýzkum lögregluþjóni í grænum einkennisbúningi. Þóttist hann þá þegar vita, að hann mundi verða handtekinn af naz- istum, og bað Ketelaar að líta til með konu sinni og börnum. Ketelaar og fleiri vinir hans ráðlögðu homnn að flýja. En Croiset neitaði þvi og sagði: „Ég heyri innri rödd, sem segir: Ekki að flýja af hólmi! Vertu kyrr í Hollandi og haltu áfram að vinna verk þitt.“ Tveim vikum seinna kl. 5 að morgni handtók Gestapo Croi- set á heimili hans. Ásamt mörgum öðrinn Hollendingum, að- allega af Gyðingaættum, var hann sendur til Þýzkalands. Með- an á ferðinni stóð, varð hann vitni að svo hrottalegri meðferð stormsveitarmanna á föngunum, að hann hálftrylltist og vildi verja hendur sínar. En aðrir fangar hindruðu hann í þessu, og sögðu að honum væri dauðinn vís, ef hann sýndi mótspyrnu. Árið 1943 var Croiset leystur úr fangabúðum Þjóðverja af ein- hverjum dularfullum ástæðum og kom hann þá aftur til En- schede. Hafði hann skilríki í höndum um það, að kona hans væri ekki Gyðingaættar og einnig höfðu vinir hans útvegað honum fölsuð bréf um, að móðir hans hefði ekki verið Gyðinga- ættar, í von mn að nazistar yrðu honum ekki eins þxmgir í skauti í framtíðinni. Enda þótt Croiset tæki ekki beinan þátt í „neðanjarðarhreyf- ingunni“ hollenzku, hjálpaði hann þó á margvíslegan hátt með skyggnihæfileikum sínum. Eitt sinn er hann gekk fram hjá húsi nokkru, fékk hann hugboð um að Gyðingar, sem þar voru faldir, væru í yfirvofandi hættu. Hann sagði að Þjóðverjar mundu hrátt gera árás á húsið. Gerði hann kunningjum sín- um í neðanjarðarhreyfingunni viðvart um þetta, svo að þegar nazistar réðust á húsið skömmu seinna, höfðu Gyðingamir verið fluttir á öruggari stað. Hinn 17. október 1943 var Croiset aftur handtekinn af nazistum, þó ekki fyrir að vera Gyðingur, heldur var hann sendur með þúsundum annarra Hollendinga til að þræla í vinnubúðum Þjóðverja og varð að þola hina verstu meðferð. Nokkrum mánuðum seinna var hann þó aftur látinn laus án nokkurra útskýringa. Eitt sinn er hann var að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.