Morgunn


Morgunn - 01.12.1971, Page 36

Morgunn - 01.12.1971, Page 36
114 MORGUNN dáinu. Ludvig fullyrti sem stjórnandi, að miðillinn væri klof- inn, þannig að ein persóna væri i jarðneskum líkama hennar en önnur „hérna megin“, eins og hann orðaði það, og stjórn- aði hann þeim hluta hennar. Kona nokkur skyggn, sem sat fund á Dahl-heimilinu, og ekki hafði hugmynd um þessa klofn- un eða tvískiptingu, studdi þó þessa hugmynd engu að síður, því hún skýrði frá því, að hún gæti séð miðilinn „á tveim stöð- um“, eins og hún komst að orði — þar sem Ingeborg sæti í stofunni og þar sem Ingeborg virtist sjá stjórnanda sinn. Mjög sterkar sannanir fyrir miðilshæfileikum Ingeborg komu fram á þvi tímabili er hún starfaði sem miðill. Árið 1926 fór Dahl dómari til dæmis til Lundúna og lýsti því yfir, að hann ætlaði sér alls ekki að fara á neina miðilsfundi meðan hann dveldi þar. Engu að sígur birtist Ludvig föður sinum í Lundúnum og kom þeim fundi þeirra feðga í vitund systur sinnar heima í Noregi. I októbermánuði 1927 gerðist svipað til- felli, þegar dómarinn sat miðilsfund í Danmörk, þegar hann var í heimsókn þar í landi. Auk þess voru allmargar tilraunir beinlínis gerðar í sam- bandi við Ingeborg og stjómanda hennar. Árið 1928 las Lud- vig þannig orð fyrir orð upp úr bók, sem miðillinn kannaðist ekkert við. 1 annarri tilraun var ákveðið, að Ludvig skyldi lesa úr einhverri bók, sem fundarmenn ákváðu. Þetta tókst vel. Ludvig las — vitanlega gegn um Ingeborg sem miðil — marg- ar ljóðlínur úr ljóðasafni skáldsins Wordsworths, Poetical Works, samkvæmt ósk eins fundarmanns, sem ekki tilheja'ði fjölskyldunni, en var gestur hennar. Annar fundarmaður var staddm- á sama fundi og var enn ekki sannfærður. Hann stakk þá upp á því, að lesið yrði úr annarri bók, sem hann tiltók, og tókst sú tilraun jafn vel og hin fyrri. Árið 1932 kom í heimsókn til frú Köber sérfræðingur í sálar- rannsóknum frá Sálari'annsóknafélaginu í Lundúnum. Skrif- aði hann skýrslu um svipaðar tilraunir hjá frú Köber í Journal, skýrslurit Brezka sálarrannsóknafélagsins (og má lesa hana í XXVII. bindi, bls. 343). Sagði hann í skýrslu þessari, að hann teldi tilraun þessa hafa tekizt fullkomlega.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.