Morgunn


Morgunn - 01.12.1971, Qupperneq 52

Morgunn - 01.12.1971, Qupperneq 52
130 MORGUNN engan skilding. Mætti ég þá á förnum vegi telpu úr mínum bekk, sem send hafði verið í búð með einhverja smáaura. Það var farið að rökkva, og allt í einu skrikaði telpunni fótur, svo að hún datt og peningarnir dreifðust um götuna. Litill silfur- peningur valt í áttina til mín og steig ég ofan á hann um leið og ég fór að hjálpa henni að tína hina saman. Þegar hún var komin spölkorn frá mér, tók ég upp peninginn og stakk hon- um í vasa minn. Nú hafði ég efni á að fara í bíó næsta dag! En þegar ég kom í anddyrið, var mér öldungis ómögulegt að fara lengra. Ég sneri við heim til mín og var með peninginn i vasanum í tvo daga. Mér fannst hann vera að brenna gat á vasann. Næsta dag þegar ég kom í skólann skilaði ég telpunni peningnum og sagði henni að ég hefði fundið hann á þeim stað, sem hún hafði týnt honum. Mörgum árum seinna var ég beðinn að reyna að hjálpa veik- um manni, sem enga bót virtist fá hjá lækni sínum. Hann hafði misst alla matarlyst, var orðinn magur og gat ekki sofið. Eng- inn skildi hvað að honum gekk. Þegar ég kom inn í svefnherbergi hans, sá ég allt í einu í huga mér mynd af litlu telpunni í Middleburg. Þegar fjöl- skyldan var farin út, spurði ég manninn í byrstum rómi: „Frá hverjum hefur þú stolið peningum?“ Manninum varð hverft við. Hann engdist í rúminu og kaldur sviti stóð á enni hans. Hann hélt að ég væri lögregluþjónn. Er ég sagði honum, að ég væri það ekki, og væri aðeins að reyna að hjálpa honum, viðurkenndi hann fyrir mér, að hann hefði stolið peningum, sem hann hefði borgað gamalli vinkonu sinni, sem ógnað hefði honum með því, að hún mundi annars segja konunni hans frá sambandi þeirra. Fleira sagði hann mér. En það, sem hann sagði mér ekki, sagði ég honum, því að ég sá ýmis atvik úr lifi hans. Ég fékk hann til að fara á fætur og klæðast og koma með mér til mannsins, sem hann hefði stolið frá, og segja honum hið sanna. Einnig fór hann til stúlkunnar, sem hafði í hótun- um við hann, og hét hún honum því að láta af fjárkúgun sinni. Síðan fór ég til læknisins, sem stundaði hann og sagði honum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.